• Orðrómur

Gott að starfa fyrir fyrirtæki sem lætur sig samfélags- og umhverfismál varða

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gott bragð, ferskleiki og gæðahráefni skýrir vaxandi vinsældir innocent smoothies á Íslandi, að sögn vörumerkjastjóra hjá ÍSAM en innocent setti fyrr á árinu á markað nýja endurbætta og umhverfisvæna smoothies-vörulínu sem hefur mælst vel fyrir meðal landsmanna.

„Bragðið ræður miklu. Ferskleikinn skiptir auðvitað miklu máli í því samhengi og gott hráefni. Það gerir gæfumuninn. Við vitum að fátt er meira hressandi en ferskblandaður ávaxta- og grænmetis-smoothie og fólk talar um að því finnist einmitt gott hvað þessir drykkir eru ferskir og góðir. Því líði eins og það sé að drekka nýblandaðan smoothie,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir, vörumerkjastjóri hjá ÍSAM fyrir innocent á Íslandi.

Endurbætt lína

Í sumar setti innocent á markað endurbætta smoothies-vörulínu sem Tinna segir Íslendinga hafa tekið fagnandi vegna fyrrgreindra ástæðna. „Bragðtegundirnar eru sjö talsins, þar á meðal græni Antioxidant-drykkurinn sem er vinsælastur hérlendis, bleiki Energise sem nýtur næstmestra vinsælda og Into the Blue spirulina-drykkurinn sem er sá þriðji söluhæsti úr vörulínunni. Svo er hægt að fá sér smoothie með haframjöli eða smoothie með góðgerlum. Þeir eru allir ferlega góðir og næringarríkir,“ tekur hún fram og brosir.

„Við vitum að fátt er meira hressandi en ferskblandaður ávaxta- og grænmetis-smoothie og fólk talar um að því finnist einmitt gott hvað þessir drykkir eru ferskir og góðir. Því líði eins og það sé að drekka nýblandaðan smoothie.“

Kælivara til að halda ferskleika

Að sögn Tinnu er þó ekki öll sagan þar með sögð því tvöfalt meira er nú af vítamínum í hverjum drykk, meira er af trefjum í flestum tegundum og uppfærðar uppskriftir innihalda nú enn færri hitaeiningar, í mesta lagi 180 kaloríur í hverri flösku.

innocent fæst í öllum helstu matvöruverslunum landsins.
- Auglýsing -

„innocent setur aldrei viðbættan sykur í sína drykki, þetta eru bara hreinir ávextir og grænmeti og viðbætt vítamín. Það er erfitt að ætla að lengja geymslutímann með einhverjum hætti á sama tíma og varan þarf að halda ferskleika. Því þarf að geyma flöskurnar í kæli og þær hafa ekki mjög langan líftíma,“ útskýrir hún. „Það tryggir líka þetta góða bragð og þennan ferskleika sem fólk segist vera ánægt með og sækist eftir.“

Umverfismál í fyrirrúmi

Bragðið er þó ekki eina sem vakið hefur góð viðbrögð, Tinna segir að umhverfisvænni flöskur hafi líka hlotið góðir undirtektir. „Framleiðendur innocent tóku ákvörðun um að nota plast í stað glers vegna þess að plastið er miklu léttara en gler, það er auðveldara að flytja það og það brotnar ekki. Rannsóknir sýna að kolefnisspor einnar plastflösku er þrefalt minna en glerflösku. Talan er enn lægri þegar plast er endurunnið, en flöskurnar sem við notum núna eru úr 50 prósent endurunnu plasti og árið 2022 verður það 100 prósent endurunnið. Hér ráða umhverfissjónarmið ferðinni.“

- Auglýsing -

 

„… innocent hefur sýnt samfélagslega ábyrgð frá upphafi og gefur til dæmis 10 prósent af hagnaði af hverri seldri flösku til góðgerðarmála og hefur gert það í rúm 15 ár.“

Samfélagsleg ábyrgð

Tinna Gunnlaugsdóttir, vörumerkjastjóri hjá ÍSAM fyrir innocent á Íslandi, kveðst ánægð með að vera vörumerkjastjóri fyrir vörumerki fyrirtækis sem lætur sig samfélags- og umhverfismál varða. Mynd / Eyrún Jónsdóttir.

Er fyrirtækinu annt um umhverfið? „Algjörlega, innocent hefur sýnt samfélagslega ábyrgð frá upphafi og gefur til dæmis 10 prósent af hagnaði af hverri seldri flösku til góðgerðarmála og hefur gert það í rúm 15 ár. Fyrir utan það þá hringdu þeir hingað heim þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og vildu vita hvar þörfin væri brýnust. Þá var tekin ákvörðun um að styrkja Kvennathvarfið,“ segir Tinna og kveðst ánægð með að vera vörumerkjastjóri fyrir vörumerki fyrirtækis sem lætur sig samfélags- og umhverfismál varða.

Hún hvetur sem flesta til að fara inn á innocentfoundation.org, þar megi kynna sér betur þau verkefni sem fyrirtækið hefur verið að styrkja. „Svo hvet ég bara alla okkar viðskiptavini til að huga að umhverfinu og skila innocent-flöskunum í næstu endurvinnslustöð,“ bætir hún við og brosir.

ÍSAM í samstarfi við Stúdíó Birtíng.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -