• Orðrómur

„Guðdómlega góður“ eftirréttur í hollari kantinum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Matarbloggarinn Berglind Hreiðarsdóttir, konan á bak við síðuna Gotterí og gersemar, setti saman dásamlegan eftirrétt í hollari kantinum þar sem vörurnar frá Til hamingju eru í aðalhlutverki.

Spurð út í réttinn sem hún kallar „hollustusælu“ segir hún hann vera bæði hráköku og ostaköku sem er fléttað saman.

„Ég fæ endalausar hugmyndir að uppskriftum og vildi klárlega að ég hefði meiri tíma til að geta prófað þær allar strax. Sumar eru þó þannig að þær troða sér fram fyrir aðrar á óskalistanum þegar hugmyndin kemur upp og það var klárlega þannig með þessa hér. Ég elska ostakökur og hef gert góðar hrákökur í gegnum tíðina og langaði að prófa að sameina þetta tvennt. Úr varð hollustusælan en hún er í rauninni hrákökubotn með ostakökufyllingu og hún var guðdómlega góð!“

Berglind segist vera mikill sælkeri og eftirréttaaðdáandi og stöðugt að þróa uppskriftir sem eru í hollari kantinum. „Til að hafa smá jafnvægi í þessu öllu saman,“ segir Berglind og bendir fólki á að skoða vefinn sinn. „Á síðunni minni hef ég útbúið fleiri hollustuuppskriftir með Til hamingju vörum svo þær eru þar undir Hollara gotterí.

Lúxus með súkkulaðihúðuðum hnetum og ávöxtum 

Spurð út í hráefnið í þessum spennandi eftirrétt segir Berglind hnetur og döðlur spila stórt hlutverk.

- Auglýsing -

„Þegar ég útbý hollari uppskriftir finnst mér gott að nota döðlur, hnetur, möndlur og fleira sem grunn í sæta bita. Í þessari köku nota ég slíkt ásamt því að bæta súkkulaði- og jógúrthúðuðum hnetum og ávöxtum saman við, til að hafa aðeins meiri lúxus. Ostafylling með jarðarberjabragði gefur síðan ferskt bragð og fer einstaklega vel með botninum,“ útskýrir Berglind.

Jarðarberin gefa eftirréttinum ferskleika.

Hollustusæla

Uppskriftin dugar í um sex litlar skálar

Mulningur í botninn

 • 200 g Til hamingju hnetur og ávextir með súkkulaði og jógúrthúð
 • 90 g Til hamingju döðlur
 • 50 g Til hamingju möndlur með hýði
 • 50 g Til hamingju pekanhnetur
 • 20 g Til hamingju kókosflögur
 • 1 banani
 1. Setjið allt nema banana í blandara/matvinnsluvél og tætið niður í grófan mulning.
 2. Stappið þá bananann og bætið honum út í og blandið aftur stutta stund.
 3. Setjið kúfaða matskeið í botninn á nokkrum litlum skálum og útbúið næst ostakökuna til að setja ofan á.
- Auglýsing -

Ostakaka

 • 260 g rjómaostur við stofuhita
 • 70 g flórsykur
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 250 g maukuð fersk jarðarber
 • 300 g stífþeyttur rjómi
 1. Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur.
 2. Vefjið þá jarðarberjamaukinu saman við og því næst rjómanum.
 3. Setjið í stóran zip-lock poka og skiptið niður í skálarnar.
 4. Hægt er að plasta og kæla kökuna á þessu stigi og skreyta síðar (í lagi að geyma yfir nótt).

Rjómi og skraut

 • 150 g þeyttur rjómi
 • Gróft saxaðar Til hamingju hnetur og ávextir með súkkulaði og jógúrthúð
 • Fersk jarðarber
 1. Sprautið smá af þeyttum rjóma í miðjuna á hverri köku.
 2. Stráið hnetum og ávöxtum yfir og að lokum fersku jarðarberi.
Berglind er hrifin af vörunum frá Til hamingju.

Hollustusæla 🤗 Fullkomin leið til að trappa sig niður úr óhollustunni er aðeins hollari útgáfa af ljúffengum…

Posted by Til hamingju on Fimmtudagur, 30. apríl 2020

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Til hamingju.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -