Fimmtudagur 30. júní, 2022
10.8 C
Reykjavik

Innsýn frumkvöðulsins

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikið fjölmenni var á hádegisverðarfundi MBA-námsins í Háskóla Íslands á dögunum. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stofnandi systurfyrirtækisins Alvotech, var fyrirlesari dagsins á hádegisverðarfundinum og bar erindi Róberts yfirskriftina „Innsýn frumkvöðuls“ þar sem hann sagði frá uppbyggingu og velgengni fyrirtækjanna og reynslu sinni sem stjórnanda og frumkvöðuls á alþjóðlegum lyfjamarkaði. Mikil ánægja var með erindi Róberts og fundargestir voru hugdjarfir eftir að hafa lagt við hlustir og horfðu bjartsýnir til framtíðarinnar.

Innsýn frumkvöðulsins dýrmæt

Á fundinum sagði Róbert frá reynslu sinni sem alþjóðlegur frumkvöðull og greindi frá vexti og velgengni fyrirtækjanna á alþjóðlegum vettvangi. Undir forystu Róberts hefur Alvogen vaxið frá því að vera lítið samheitalyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum í að vera alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í þrjátíu og fimm löndum.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, var glaðbeittur og hreif fundargesti með erindi sínu.

Servíettan í hádegisverðinum í New York

Róbert greindi frá stofnun Alvogen í sínu erindi en hugmyndafræðin á bak við stofnun fyrirtækisins og fjármögnun var skrifuð á servíettu á veitingastað í New York sumarið 2009. Fyrsta ljósmyndin af glærukynningu Róberts var ljósmynd af servíettunni, sett upp á skjá til upprifjunar sem var einstaklega skemmtileg byrjun. Servíettan er á vissan hátt tákn um upphaf Alvogen. Róbert hafði frá stofnun fyrirtækisins raðað í kringum sig hópi af reynslumiklu fólki og mörgum gömlum vinnufélögum úr Actavis til að vinna að uppbyggingu Alvogen.

Eftir fyrirlesturinn sat Róbert með þeim Árelíu Eydísi Guðmundsóttir og Jakobi Má Ásmundssyni, stjórnarmönnum í Viðskiptafræðistofnun Háskólans, og svaraði spurningum þeirra og gesta úr sal.

Skýr sýn, trú og hugrekki – lykilatriðin

Róbert hafði þann draum fyrir um tólf árum síðan að stofna alþjóðleg líftæknifyrirtæki á Íslandi og sá draumur rættist við skóflustungu að nýju hátæknisetri í okt. 2013 en nú starfa um tvö hundruð og fimmtíu vísindamenn á vegum Alvotech á Íslandi. Róbert sagði frumkvöðla þurfa að hafa skýra sýn, trú og hugrekki til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. „Við trúum því sjálf að allt sé framkvæmanlegt og nei er ekki í boði sem svar. Við fylgjum eigin sannfæringu og gerum hlutina á okkar hátt,“ sagði Róbert í erindi sínu.

Að loknum MBA-fundinum í Háskólabíói. Jakob Már Ásmundsson, Róbert Wessman, Svala Guðmundsdóttir og Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Svala er formaður stjórnar Viðskiptafræðistofnunar sem hefur umsjón með MBA-náminu en þau Jakob og Árelía eru stjórnarmenn.

Konur í forystu

Róbert sagði enn fremur á fundinum að um 90% af hagnaði Alvogen kæmu frá mörkuðum Alvogen þar sem konur væru í forsvari. Helstu markaðssvæði Alvogen eru í Bandaríkjunum, Asíu og í Mið- og Austur-Evrópu. „Það vill þannig til að konur stýra á stærstu markaðssvæðum fyrirtækisins og hafa þær valist til forystu vegna eigin hæfileika og verið farsælar í starfi,“ sagði Róbert.

Margir lögðu leið sína á MBA-fundinn í Háskólabíói til að hlusta á Róbert.

Vinsæll gestafyrirlesari víða um heim

Róbert hefur undanfarin ár verið tíður gestafyrirlesari í alþjóðlegum viðskiptaháskólum á borð við Harvard og Columbia University og hefur miðlað reynslu inni og sagt sögu Alvogen. Nú þegar hafa verið skrifuð tvö „Business Case“ um Róbert og er það þriðja í smíðum. Þess má einnig geta að þrír kennarar við Viðskiptafræðideild HÍ eru að gefa út bók með haustmánuðum þar sem einn kaflinn er tileinkaður Róbert og Alvogen og ber heitið Moving Icelandic companies global through visionary leadership: The case of Alvogen og verður gefin út af alþjóðlega útgáfufyrirtækinu Springer í haust.

Metnaðarfullt og framsækið nám

- Auglýsing -

MBA-námið við Háskóla Íslands býður upp á metnaðarfullt og framsækið nám fyrir einstaklinga sem vilja efla þekkingu sína í stjórnun og rekstri. Í náminu er meðal annars lögð áhersla á nýsköpun, þróun viðskiptahugmynda og fjármögnun og því var frábært tækifæri að fá alþjóðlega frumkvöðulinn Róbert Wessman í heimsókn sem hefur byggt upp tvö alþjóðafyrirtæki.

Áhersla á íslenskt atvinnulíf

Í MBA-námi við Háskóla Íslands er lögð mikil áhersla á tengingu við íslenskt atvinnulíf og nemendur sem eru að útskrifast núna í júní 2018 hafa hitt yfir tuttugu innlenda sérfræðinga úr atvinnulífinu sem hafa komið inn í kennslustundir, rætt við nemendur eða leiðbeint á einn eða annan hátt. Þess má geta líka að verkefni MBA- nemenda við HÍ hafa vakið athygli erlendis og var nemendum meðal annars boðið að kynna verkefni sín sérstaklega í höfuðstöðvum Starbucks í Seattle. Kennarar í náminu eru okkar helstu sérfræðingar á sínu sviði, bæði íslenskir og erlendir.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá viðburðinum:

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Myndband / Óskar Páll Sveinsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -