• Orðrómur

Íslenskar ullarsængur og ullarkoddar fá góðar viðtökur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lopidraumur er ný vörulína frá Ístex hf sem hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var sett á markað. Í línunni eru sængur, koddar og yfirdýnur fyllt með íslenskri ull.

„Ég sef betur með ullarsængina heldur en aðrar sængur sem ég hef átt því mér er mátulega hlýtt og aldrei of heitt,“ segir Sigríður Jóna Hannesdóttir, verkefnastjóri hjá Ístex.

„Viðbrögðin hafa verið góð og við erum þakklát fyrir viðtökurnar. Við byrjuðum að selja sængurnar á síðasta ári og þær seldust upp fyrir jól. Margir sem hafa fengið sér sængurnar koma aftur og kaupa fleiri, fyrir fjölskylduna eða í gjafir. Við áttum von á að viðtökurnar yrðu góðar en þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Sigríður Jóna Hannesdóttir, verkefnastjóri hjá Ístex, um Lopidraumur-vörulínuna og getur þess að fyrirtækið sé í frekari vöruþróun og komið með dreifingaraðila í Evrópu.

Um er að ræða hágæða sængur, kodda og yfirdýnur úr íslenskri ull frá íslenskum bændum. „Við erum með þrjár gerðir af sængum; Emblu-heilsárssængur, Iðunni-vetrarsæng og Bestlu sem er afar ullarmikil sæng. Fólk getur valið á milli eftir því hversu heitfengt það er,“ segir Sigríður.

„Fólk er ánægt með hvað sængurnar eru léttar og hvað þær anda vel. Ullin er temprandi þannig að manni líður alltaf vel.“

„Embla kemur í barna- og fullorðinsstærðum, extra langri útgáfu, amerískri „queen-size“ og bráðum munu fleiri tvíbreiðar sængur bætast við úrvalið. Vörurnar má þvo í þvottavél og setja í þurrkara, en búið er að vinna ullina þannig að hún er mjúk og þófnar ekki. Ytra byrði á vörunum er hrein bómull.“

„Ullin býr yfir þeim eiginleikum að geta dregið í sig raka, allt að 30 prósent af eigin þyngd. Ullin flytur því hita og raka til og frá líkamanum og viðheldur réttu og þægilegu hitastigi,“ segir Sigríður.

Vetrarsængin Iðunn inniheldur meiri ull en Embla og er auk þess með lofthólf milli margra fínkembdra ullarlaga sem eykur einangrunargildi hennar án þess að þyngja hana. „Iðunn er létt sæng fyrir þá sem eru kulsæknir. Fyrir þá sem kjósa ullarmiklar þyngri sængur er Bestla kjörin,“ segir hún.

Ullarkoddinn Mosi kom á markað í vor en hann er fylltur sérþróuðum ullarhnoðrum, að sjálfsögðu úr hreinni íslenskri ull. „Það er hægt að fjarlægja eða bæta við ullarhnoðrum úr innra veri koddans. Ytra ver koddans er klætt með ull sem er auðvelt að taka af og þvo. Á því er leynihólf þar sem hægt er að setja t.d. kælipoka eða hitabakstur. Þannig getur hver og einn aðlagað koddann eftir sínu eigin höfði.“

- Auglýsing -

Í sumar bættust við vandaðar yfirdýnur í þremur stærðum og einnig nýjar fallegar værðarvoðir sem eru hannaðar af Védísi Jónsdóttur. „Teppin eftir Védísi eru sum með nýrri vefgerð, eins og teppið Ró úr Léttlopa sem flestir kannast við sem handprjónaband. Hægt er að skoða allt úrval okkar af teppum á Istex.is og þær fjölmörgu fallegu myndir sem þar eru.“

Umhverfisvænn kostur úr náttúrulegum efnum

En hvernig útskýrir Sigríður þessi góðu viðbrögð? „Ull er gull! Íslendingar þekkja ullina vel og vita hvað hún er einstakt hráefni. Fólk er ánægt með hvað sængurnar eru léttar og hvað þær anda vel. Ullin er temprandi þannig að manni líður alltaf vel,“ segir hún og bætir við að sjálf eigi hún vetrarsæng og -kodda sem hún er hæstánægð með. „Ég sef betur með ullarsængina heldur en aðrar sængur sem ég hef átt því mér er mátulega hlýtt og aldrei of heitt.“

„Svo er allir velkomnir í heimsókn til okkar á Völuteig 6 í Mosfellsbæ, við erum með opið alla virka daga frá klukkan 8-16.“

- Auglýsing -

Hún segist jafnframt hafa heyrt að fólk sem er haldið ofnæmi, astma og gigt hafi tekið vörunum mjög vel. Í því samhengi nefnir hún að vörurnar séu umhverfisvænn kostur úr náttúrulegum efnum og OEKO-TEX 100-vottaðar.

Íslenskt hráefni og hugvit

Eins og áður segir er línan framleidd úr íslenskri ull sem er þvegin á Íslandi í ullarþvottastöð fyrirtækisins á Blönduósi. Þaðan er ullin að lokum send til Þýskalands, þar sem vörurnar eru saumaðar hjá litlu fjölskyldufyrirtæki. Sigríður segir að hérlendis skorti tæki til að fullvinna vörurnar, en að hráefnið, ullin, eigi sér enga hliðstæðu. Hugmyndin hafi kviknað fyrir þónokkru síðan innan veggja Ístex og eru fleiri vörur í þróun.

Hvar er hægt að nálgast vöruna? „Á vefsíðunni okkar Lopidraumur.is,“ svarar hún. „Svo er allir velkomnir í heimsókn til okkar á Völuteig 6 í Mosfellsbæ, við erum með opið alla virka daga frá klukkan 8-16.“

„Embla er heilsárssæng sem er náttúrulegur kostur fyrir heilnæman svefn,“ segir Sigríður. „Sængin er létt og viðheldur þægilegu og réttu rakastigi.“

Hún bætir við að fyrirtækið bjóði fría heimsendingu innanlands. „Sem var svolítið fyndið um síðustu jól, þá var svo mikið að gera fram á síðustu stundu að Sigurður framkvæmdastjóri tók sjálfur að sér að keyra vörurnar til viðskiptavina. Stemningin var mjög heimilisleg, eins og þú heyrir,“ segir hún og hlær.

Þess má geta að 10 prósent afsláttur er dagana 10. – 14. september með afsláttarkóðanum svefn10.

Ístex í samstarfi við Stúdíó Birtíng.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -