„Líklegri að ná markmiðum okkar ef þau eru skrifuð niður“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Munum dagbækurnar eru nú gefnar út fimmta árið í röð, en bækurnar og námskeið þeim tengd hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi. Hróður bókanna hefur borist erlendis, en þar eru þær gefnar út annað árið í röð.

„Við erum báðar með mikla ástríðu fyrir dagbókum og fannst vanta þessa fullkomnu dagbók sem við vorum að leita að, þannig að við fengum hugmynd að gefa okkar eigin dagbók sem innihéldi alla þá þætti sem við vorum að leita að,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir viðskipta- og markaðsfræðingur um tilurð þess að hún og Erla Björnsdóttir sálfræðingur og doktor í líf og læknavísindum ákváðu fyrir fimm árum síðan að gefa út Munum dagbækurnar.

„Bókin átti í byrjun að vera lítið ástríðuverkefni og við runnum blint í sjóinn með verkefnið. 3000 eintaka upplag seldist upp á fjórum dögum og við létum prenta 3000 eintök til viðbótar og það upplag seldist upp á viku. Þetta var miklu meira en við áttum von á í upphafi.“

Aukin sala og sífelld þróun

Upplagið var aukið smátt og smátt og í ár eru prentaðar 10 þúsund bækur, enda fer salan upp á við á hverju ári. „Við höfum kallað eftir áliti þeirra sem nota bækurnar, bæði því sem betur mætti fara og því sem fólk er ánægt með,“ segir Þóra. „Bókin er alltaf í þróun og við gerum örlitlar breytingar á bókinni á milli ára, en rauði þráðurinn er markmiðasetning og tímastjórnun, efling til framkvæmda og á jákvæðri og þakklátri hugsun.“

Munum dagbækurnar

Munum dagbækurnar eru gefnar út annað árið í röð erlendis. „Við erum að hasla okkur völl á erlendum markaði sem er rosa spennandi og tækifæri þar á vexti. Bækurnar eru vinsælar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen, þær eru seldar í Bretlandi og Skandinavíu, og við vorum að gera samning við stærsta bókadreifingaraðilann í Danmörku. Sala á dagbókum og bullet journals hefur aldrei verið meiri en núna og vex þrátt fyrir tæknina sem við búum við í dag,“ segir Þóra.

„Þetta segir okkur það að þó að fólk sé að nýta sér tæknina sem er til staðar þá er það líka að skrifa niður, og það er þessi tenging við hugann sem við fáum við að skrifa niður og rannsóknir hafa sýnt að við erum strax líklegri til að ná markmiðum okkar ef við skrifum þau niður. Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar maður skrifar markmiðin niður.“

Námskeið og fyrirlestrar styðjast við dagbókina

Munum bjóða einnig upp á fyrirlestra fyrir fyrirtæki og námskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Námskeiðið styðst við bókina, þar er farið í ákveðna sjálfsvinnu og við kennum fólki hvernig það getur notað bókina sem verkfæri í þeirri vinnu og hvernig má auðvelda skipulag og utanumhald á markmiðum,“ segir Þóra. „Allir reitir í bókinni eru með hugsun á bak við, og það eru rannsóknir á bak við þá alla sem sýna fram á að ákveðin framsetning er líklegri til að hámarka árangur, forgangsröðun hefur áhrif á afköst og svo framvegis. Það er hugsun á bak við allt í bókinni.“

Nánari upplýsingar má finna á munum.is.

Munum í samstarfi við Stúdíó Birtingur

Myndir / Aðsendar

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Bragðgóður veganborgari fyrir sælkera

Hér kemur gómsæt uppskrift úr nýjustu vöru Anamma, bragðgóður veganborgari með bjórsteiktum lauk og borgarasósu.  Hugmyndafræðin á bak...