Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Lýstu upp myrkur Róhingjakonu og sendu SMS-ið KONUR í 1900

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

UN Women á Íslandi hrindir af stað neyðarsöfnun frá 8. til 18. mars fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess sem búa við grimman veruleika.

UN Women starfrækir neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox´s Bazar þar sem þær hljóta áfallahjálp, fá sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi.
Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst Róhingjafólk sem sætt hefur ofsóknum í heimalandinu Mjanmar. Síðastliðinn ágúst 2017 hörðnuðu átökin og ofsóknir á hendur Róhingjum til muna og halda nú til um 800 þúsund Róhingjar í flóttamannabúðunum.
Þar af eru 400 þúsund Róhingjakonur sem búa við stöðugan ótta við ofbeldi í búðunum. Nánast allar hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi á borð við nauðgun, hópnauðgun og að morðum í kjölfar limlestingar á kynfærum kvenna. Í mörgum tilfellum voru konur og stúlkur látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim. En nauðganir á konum og stúlkum hafa verið notaðar sem markvisst stríðsvopn í þessum blóðugu ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar.
Þrátt fyrir að konur séu rúmlega helmingur flóttafólks í búðunum eru þær þó hvergi sjáanlegar. Konur og stúlkur óttast ofbeldi, þurfa að deila salernisaðstöðu/sturtuaðstöðu með karlmönnum sem gerir að verkum að konur fara nánast ekki út fyrir heimilið. Þær dvelja að meðaltali 21-24 klst heima á sólarhring vegna yfirvofandi ótta við ofbeldi.

„Mamma getur ekki fara út úr kofanum okkar þar sem hún á ekki búrku til að hylja sig. Hún treystir sér ekki út úr húsi án þess að vera hulin.“

Allir þessir þættir hafa gríðarlega neikvæð áhrif á líf kvenna og stúlkna og hindrar þær við að fara frjálsar ferða sinna um búðirnar, fá atvinnutækifæri, ráða eigin lífi og koma undir sig fótunum í þessum skelfilegu aðstæðum. Í ljósi þess að konur sjást ekki á förnum vegi í flóttamannabúðunum finna þær sér sínar bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar.

Neyðin er mikil og UN Women vantar sárlega fjármagn til að bregðast við neyð kvenna og tryggja áframhaldandi rekstur neyðarathvarfsins.

Ein þeirra er Fatima Khatun sem eldar hrísgrjónakökur sem 12 ára gömul dóttir hennar, Amina selur á stígum flóttamannabúðanna þar sem móðir hennar fer ekki út nema hún bráðnauðsynlega þurfi.
„Mamma getur ekki fara út úr kofanum okkar þar sem hún á ekki búrku til að hylja sig. Hún treystir sér ekki út úr húsi án þess að vera hulin. Það er mjög slæmt fyrir mömmu því í kofanum verður mjög heitt, rakt og mikill reykur þar sem mamma er að elda nánast allan daginn. Reykurinn er óhollur og hana svíður í augun og henni er stöðugt illt í hálsinum af reyknum.“
Af reyknum skapast alvarlegur heilsufarsvandi kvenna og sækjast margar þeirra eftir læknisaðstoð í kjölfar öndunarerfiðleika og augnsýkinga af eitruðum reyk af eldstónum sem þær elda á.

Neyðin er mikil og UN Women vantar sárlega fjármagn til að bregðast við neyð kvenna og tryggja áframhaldandi rekstur neyðarathvarfsins. Ef ekkert verður að gert lokar neyðarathvarfið nú í apríl.
UN Women á Íslandi hvetur alla til að senda SMS-ið KONUR í 1900 og styrkja reksturs neyðarathvarfs fyrir konur í flóttamannabúðunum þar sem þær hljóta áfallahjálp, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Eins fá allar konur fá sæmdarsett sem inniheldur helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar.

Lýstu upp líf Róhingjakonu á flótta og sendu SMS-ið KONUR í 1900.

__________________________________________________________

- Auglýsing -

Milljarður rís

Milljarður rís er haldinn víða um land; í Hörpu Reykjavík, Hofi Akureyri, Hljómahöll Reykjanesbæ, Þrykkjunni vöruhúsi, Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Íþróttahúsinu Neskaupstað, Íþróttahúsinu Egilsstöðum og Félagsheimilinu Hvammstanga.

__________________________________________________________

- Auglýsing -

Vissir þú að?

  • 96% kvenna í búðunum segjast ekki hafa fengið ráðið eigin ráðahag.
  • Um 45% Róhingjakvenna hafa verið giftar á barnsaldri.
  • 24 þúsund Róhingjakonur í búðunum eru ýmist barnshafandi eða með barn á brjósti

Studio Birtíngur í samstarfi við UN Women.
Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / UN Women

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -