Minningar og vandaðar vörur fyrir börnin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vinkonurnar Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir stofnuðu Von verslun árið 2017. Bókin Minningar, dagbók sem varðveitir allar minningar barnsins fyrsta árið var þeirra fyrsta vara og er hún þeirra hönnun undir vörumerkinu Von.

„Við vorum báðar ófrískar á sama tíma og þá kom hugmyndin að bókinni,“ segir Olga Helena. „Við vorum búnar að leita lengi að svona bók, ekki margar til á markaðinum sem uppfylltu okkar væntingar og mörg ár síðan bók kom út í þessum flokki á íslensku.“

Yndisleg ungbörn í stjörnumerkjanáttfötunum.

Þær hönnuðu því sína eigin bók sem er meira í takt við tímann en þær bækur sem fyrir voru á markaðinum og gáfu út árið 2017, við mjög góðar viðtökur. „Það var mjög vel tekið í bókina, og við erum búnar að sjá miðað við þann fjölda barna sem fæðst hefur síðan hún kom út, að meirihluti barna á eintak.“

www.vonverslun.is vefsíðan var síðan stofnuð í kjölfarið og þar má kaupa bókina, auk vandaðra vara fyrir börn frá fæðingu til sjö ára aldurs. „Árið 2018 fórum við að taka inn leikföng úr við og fallegar vörur í barnaherbergið, en vörurnar koma aðallega frá Svíþjóð, Danmörku og Póllandi. Í haust munum við taka inn þrjár fatalínur; frá Hollandi, Póllandi og Spáni og erum við mjög spenntar fyrir þeim,“ segir Olga Helena.

Vörur frá Von verslun, bókin Minningar, stjörnumerkjanáttfötin og mánaðaspjöld.

„Stjörnumerkjanáttfötin eru einnig okkar hönnun, en þau eru fyrir börn frá fæðingu til eins árs, þau eru 100% lífræn og silkimjúk,“ segir Olga Helena og bætir við að fleiri vörur séu í vinnslu.

„Okkur langar að bjóða lesendum Mannlífs 20% afslátt hjá okkur til og með 5. apríl, með kóðanum mannlif20,“ segir Olga Helena.

Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni vonverslun.is og á Facebook-síðunni: vonverslun.

Fallegar vörur fyrir börn frá fæðingu til sjö ára aldurs.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Halldóra og Kristinn eignast son

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóri Snjallborgar hjá Reykjavík, eignuðust son fyrir rúmri viku.Parið...

Hermann og Alexandra eignast son

Hermann Hreiðarsson, þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, fyrrum flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust...