• Orðrómur

Öryggið í fyrirrúmi á þjóðvegum landsins

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eftirvagnar verða áberandi á þjóðvegum í sumar enda ætla flestir landsmenn að ferðast innanlands.  Mikilvægt er að huga að öryggisþáttum áður en lagt er af stað í fyrstu ferð sumarsins.

Það stefnir í fjörugt ferðasumar innanlands hjá landsmönnum enda ferðast fæstir Íslendingar til útlanda næstu mánuðina. Sala ýmissa eftirvagna hefur tekið kipp undanfarnar vikur og ljóst að þjóðvegir landsins verða þéttskipaðir stærri bifreiðum og jeppum með nýjum og eldri eftirvögnum á leið í spennandi sumarfrí.

„Þegar ferðast er um Ísland yfir sumartímann þarf alltaf að setja öryggið á oddinn,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, „ekki síst þegar eftirvagnar eru með í för. Við sjáum fyrir mikla aukningu ferðalaga í sumar hjá landsmönnum. Samkvæmt nýlegri rannsókn EMC-rannsókna stefna um 59% Íslendinga á að gista í húsbíl eða nota eftirvagn á ferðalögum í sumar. Þetta er ansi hátt hlutfall sem þýðir að það er sérstaklega mikilvægt að huga að ýmsum öryggisþáttum, ekki síst áður en lagt er af stað í fyrstu ferð sumarsins.“

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS

Ekki ofhlaða eftirvagninn

Nokkur af helstu öryggisatriðum sem þarf að hafa í huga fyrir sumarið snúa að bílnum, vagninum sjálfum, eldvörnum og ekki síst vindinum sem hefur mjög mikil áhrif á öryggi ferðalanga í landi þar sem allra veðra er von, meira segja yfir sumarið. „Bíleigendur geta fundið í skráningarskírteinum upplýsingar um hversu þungan eftirvagn viðkomandi bifreið má draga. Það má því ekki draga þyngri eftirvagn en þar kemur fram. Um leið er mikilvægt að hlaða ekki of miklum búnaði og aukahlutum á eftirvagninn svo hann fari yfir leyfða heildarþyngd.“

Stærri eftirvagnar geta byrgt baksýn ökumanns og í þeim tilfellum er nauðsynlegt, að hennar sögn, að setja hliðarspegla á bílinn, báðum megin. „Svo er rétt að ítreka það að virða hámarkshraða bifreiðar á hverjum og einum stað.“

Gott er að hugsa að öllum öryggisþáttum
- Auglýsing -

Notið öryggislínuna

„Einnig þarf að hafa ýmislegt í huga varðandi eftirvagninn sjálfan,“ bætir hún við. „Ef vagninn vegur t.d. meira en 750 kg verður hann að vera búinn hemlum. Hér er gott að hafa í huga að ef bifreiðin sjálf er útbúin ABS-hemlum, en eftirvagninn ekki, er hætt við að vagninn fari ekki sömu leið þegar þarf að nauðhemla, t.d. getur hann lagst meðfram bílnum.“

Hún minnir bíleigendur á að ganga vel frá tengibúnaði eftirvagns við bílinn og að nauðsynlegt sé að nota öryggislínuna. „Svo þarf auðvitað að fara með eftirvagninn í skoðun annað hvert ár.“

- Auglýsing -

Eldvarnir skipta miklu máli

Nauðsynlegar eldvarnir skipta auðvitað mjög miklu máli þar sem bæði þarf að huga að ýmsum öryggismálum og nauðsynlegum búnaði, að sögn Sigrúnar. „Þar sem fastar gaslagnir eru til staðar þarf að sjálfsögðu að huga sérstaklega vel að eldvörnum. Líklegt er að eftirvagninn sé á stöðugri hreyfingu yfir sumarið, frekar en að hann sé staðsettur á sama stað yfir tímabilið, og því þarf að fylgjast reglulega með gaslögnum og tengingum í vagninum. Við mælum með því að fagmenn séu látnir yfirfara lagnir og tengi á fimm ára fresti og um leið að skipta út þeim sem þörf er á.“

Nauðsynlegur búnaður á borð við slökkvitæki, eldvarnarteppi, reykskynjara og gasskynjara þurfa að sjálfsögðu alltaf að vera til staðar. „Þennan búnað þarf síðan að yfirfara reglulega og tryggja að hann sé í lagi, m.a. út frá líftíma.“

Að lokum bendir hún á að það sé skynsamlegt að staðsetja sig ekki of nærri öðrum eftirvögnum á tjaldsvæðinu. „Þannig minnkum við líkurnar á að eldur berist á milli vagna ef kviknar í.“

Vindurinn hættulegur

Mikill vindur getur verið mjög hættulegur, meira að segja yfir sumarið. „Eftirvagnar taka á sig mikinn vind og því er afar nauðsynlegt að haga akstri í samræmi við aðstæður,“ segir Sigrún. „Að sjálfsögðu þarf að kynna sér veðurspá og vindafar áður en lagt er af stað en ekki síður að fylgjast vel með spánni því veðurspáin getur breyst skjótt þótt það sé sumar.“ Hún nefnir sem dæmi að ef vindhviður fari í 15 til 25 m/sek geti vindurinn haft mikil áhrif á umferðaröryggi. „Við þannig aðstæður mælum við með því að ferðalangar endurskoði ferðaplanið. Ef ekki er hægt að fresta ferð er nauðsynlegt að draga úr hraða. Ef það síðan hvessir enn frekar ber skilyrðislaust að stoppa og leggja upp í vindinn.“

Að lokum bendir hún á gátlista sem finna má á vef VÍS sem hún mælir með að notaður sé í undirbúningi ferðalaga sumarsins.

Nánari upplýsingar inn á www.vis.is.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við VÍS.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -