2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

OsteoStrong.is: 10 mínútur á viku – bætt heilsa og betri árangur

Hjónin Svanlaug Jóhannsdóttir og Örn Helgason opnuðu OsteoStrong í janúar sl. í Borgartúni 24. OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi þar sem meðlimir mæta einu sinni í viku í 10 mínútur í hvert skipti og styrkja bein, vöðva, sinar og liðbönd.

 

„Við vorum á námskeiði hjá Tony Robbins í fyrra og þar hugsuðum við um hvað okkur langaði að gera í lífinu. Okkur langaði að stofna fyrirtæki og láta gott af okkur leiða um leið. Einnig langaði okkur að vinna saman, ekki bara hittast á kvöldin og kyssast góða nótt,“ segir Svanlaug. „Robbins lagði áherslu á það að til þess að ná að sinna draumum sínum þyrfti fólk að vera við góða heilsu og þegar hann talaði um OsteoStrong vorum við sammála um að þetta væri það sem við vildum gera.“

Ný og einstök tækni

OsteoStrong byggir á nýrri tækni sem aðeins var byrjað að nota utan Bandaríkjanna árið 2018. Tæknin byggir á rannsóknum sem hafa verið til í yfir hundrað ár en með nýjum tækjum tekst að setja meira álag á líkamann á öruggari hátt en áður.

AUGLÝSING


„Ísland var fimmta landið í heiminum með þessa starfsemi og ég er stolt af því að taka þátt í þessari vegferð. OsteoStrong er komið til allra Skandinavíulandanna í dag og í heild tíu landa. Vöxturinn er mikill þar sem margir hafa jákvæða upplifun af OsteoStrong.“

Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri óháð líkamlegri getu og styrk. „Meðlimir gera æfingar sem taka innan við tíu mínútur í hvert skipti. Mælanlegur árangur sést mjög hratt. Við erum ekki að hugsa um meðaltal, við mætum hverjum og einum á þeim stað sem hann er, okkur finnst það mikilvægt. Umhverfið hjá okkur er rólegt og slökun er hluti af ferlinu. Ég fæ mikið út úr því að sjá fólk slaka á hjá okkur. Það hefur verið stórkostlegt að sjá fólk byrja að geta gert meira af því sem því finnst skemmtilegt,“ segir Svanlaug.

Heilsan bætt með styrkingu á beinagrindinni

Að sögn Svanlaugar er OsteoStrong einstakur staður þar sem meðlimir bæta heilsuna með því að bæta grunninn: beinagrindina. „Beinagrindin er grunnstoð líkamans og veitir meira en bara styrk og vernd, hún er eitt af mikilvægustu kerfum líkamans. Með því að styrkja beinagrindina getur meðlimur átt von á að auka beinþéttni, bæta líkamsstöðu, auka jafnvægi og styrk, bæta árangur í íþróttum, minnka verki í baki og liðamótum og lækka blóðsykur til langtíma,“ segir hún.

„Tækin eru hvetjandi af því að meðlimir sjá sögu sína í hvert skipti og hvað hann er að bæta sig í styrk. Það er aldrei lögð þyngd á meðlimi, hver og einn stýrir því sjálfur. Þetta er hreyfing og fólk getur sett meira álag á sig en hægt er annars staðar. Viðkomandi reynir á sig, en í stuttan tíma. Það ná allir að styrkja sig og byggja sig upp, og hér er hægt að leggja inn fyrir efri árin.

Meðlimur í tækinu. „Leiðbeinandi hjálpar meðlimum svo að þeir nái hámarksárangri.“

Ef þú kemur oftar í þessi tæki en einu sinni í viku ofreynir þú þig en meðlimir okkar geta stundað aðrar íþróttir og mætt í ræktina með. Þetta hljómar kannski ýkt og okkur fannst það líka þegar við settum þetta af stað, en fólk hefur losnað við alls konar verki og vandamál og hefur getað bætt sig í mörgu. Fyrir mig persónulega þá er spennandi að reka stað þar sem bæði konan í göngugrindinni og maraþonhlauparinn taka framförum,“ segir Svanlaug.

OsteoStrong.is er í Borgartúni 24, Reykjavík, frekari upplýsingar má fá í síma 419-9200 og á heimasíðunni: www.osteostrong.is. Boðið er upp á frían prufutíma sem bóka má á heimasíðunni.

Reynslusaga

„Ég fór á kynningu hjá OsteoStrong í febrúar 2019. Mér fannst margt mjög áhugavert sem þar kom fram og það kom mér á óvart að OsteoStrong er ekki bara fyrir gamalt fólk með beinþynningu, heldur er ávinningurinn fyrir íþróttafólk mikill. Ég bókaði því prufutíma og keypti mér strax áskrift. Í besta falli myndi þetta hjálpa mér með mín vandamál og í versta falli myndi þetta hafa góð áhrif á beinheilsu mína sem ég held að allt of fáir séu að pæla í. Mín helstu vandamál voru að ég hef alltaf verið að læsast í spjaldliðnum sem verður til þess að mig verkjar í mjöðmina þegar ég hleyp.

Einnig hafði ég hryggbrotnað í ágúst 2017 og vantaði að styrkja það svæði. Þegar ég byrjaði í OsteoStrong var ég mikið verkjuð í mjöðminni vegna þess að ég var að æfa fyrir Parísarmaraþon, sem ég ætlaði í í apríl 2019. Ég var í rauninni aðeins búin að gefast upp, því að það er þreytandi að vera alltaf verkjuð að æfa. Eftir 2-3 skipti í Osteostrong fann ég strax mun og var farin að hlaupa verkjalaus. Sjúkraþjálfarinn minn sem þurfti vanalega að losa spjaldliðinn hjá mér á tveggja vikna fresti hafði orð á því að ástandið á mér væri óvenjugott – allt í einu var ég farin að læsast mun sjaldnar. Ég hljóp síðan maraþonið mitt verkjalaus.

Ég get því heilshugar mælt með Osteostrong og þessi heilsurækt mun verða hluti af minni þjálfun í framtíðinni.“
– Jórunn Jónsdóttir, fjármálastjóri og íþróttakona.

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Osteostrong.is

Lestu meira

Annað áhugavert efni