Reima-barnafatnaður – falleg, vönduð og endingargóð föt fyrir börnin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sportís er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1983 af hjónunum Skúla J. Björnssyni og Önnu S. Garðarsdóttur. Fyrirtækið einblínir á að bjóða vandaða vöru fyrir æfingar og útivist og selur fjölda þekktra og vandaðra vörumerkja, þar á meðal barnaföt frá finnska merkinu Reima.

 

„Fókusinn frá byrjun var að bjóða vandaða vöru og fjölbreytt vöruúrval sem stuðlar að og ýtir undir heilbrigði. Það er Sportís ofarlega í huga að bjóða vöru sem endist,“ segir Sigrún Kristín Skúladóttir, vörumerkjastjóri Reima á Íslandi.

„Eitt af vinsælu vörumerkjunum okkar er barnafatamerkið Reima sem var stofnað í Finnlandi árið 1944. Reima var upphaflega vinnufatamerki, því leggja þau gríðarlega mikla áherslu og metnað í að framleiða fatnað með endingu, öndun, vatnsheldni og svo framvegis. Yfirleitt er kuldaþol vetrarflíkanna niður í mínus 20° og vatnsheldni allt að 12.000 mm.“

- Auglýsing -

Mynd / Sportís

Sportís býður upp á systkinaafslátt

Reima er fatnaður fyrir komandi kynslóðir og því skiptir það Sportís miklu máli að fötin geti gengið á milli systkina og barna. „Við léttum undir með barnmörgum fjölskyldum þannig að við veitum alltaf 10 prósenta systkinaafslátt ef keyptar eru tvær eða fleiri flíkur, eins og kuldagallar, úlpur, snjóbuxur, kuldaskór og þess háttar,“ segir Sigrún. Einnig er hægt að nýta afsláttinn með kóðanum „systkini“ í vefverslun www.sportis.is og verslunin sendir allar vörur frítt til viðskiptavina sinna.“

- Auglýsing -

Mynd / Sportís

Ánægðir foreldrar eru besta auglýsingin

„Besta auglýsingin er auðvitað ánægðir foreldrar og leikskólakennarar sem við heyrum mjög oft frá að séu ánægðir með Reima. Ég er í stórum hópi á Facebook, MæðraTips, þar sem mæður skiptast á góðum ráðum og þar sést skýrt að margar þeirra mæla með Reima og þá aðallega vegna þess að fötin eru endingargóð, þægileg og þjál fyrir börnin að hreyfa sig í. Leikskólakennarar sem við höfum talað við hafa sagt að það sé auðvelt að klæða börnin í og þau komi þurr og hlý inn eftir útiveruna,“ segir Sigrún.

- Auglýsing -

„Við mælum alltaf með því að klæða börn í nokkur lög, í stað þess að vera með eina hlýja flík. Þegar kuldinn er mikill er afar mikilvægt að hafa börnin í ullarnærfötum innst þar sem þau tempra líkamann vel. Reima er með nokkrar týpur af Merino-ullarnærfötum í skemmtilegum litum og munstrum. Reima-ullarnærfötin eru því ágætis forvörn gegn haustkvefinu.“

Mynd / Sportís

Reima-barnafatadeild opnar

Það styttist í opnun glænýrrar Reima-barnafatadeildar á neðri hæð verslunarinnar þar sem boðið verður upp á breitt vöruúrval af kuldagöllum, úlpum, snjóbuxum, kuldaskóm og öllum aukahlutum. „Okkur þykir gaman að fá krakkana í heimsókn að máta Reima og hjálpum til við að finna réttu stærðina,“ segir Sigrún.

Á meðal annarra vörumerkja sem fást hjá Sportís má nefna: Canada Goose-dúnúlpur, Kari Traa, norskur merino-ullarfatnaður, Bula merino-ullarfatnaður fyrir herra, Casall-æfingafatnaður, Asics-hlaupa- og innanhússskór, Hoka One One-hlaupaskór sem eru á hraðri uppleið í hlaupaheiminum, Seafolly-sundfatnaður, Douchebags-töskur, Crep Protect-skóvörn, Zone 3-þríþrautarmerki, Miiego-sportheyrnartól, Ultraspire-hlaupabelti og ljós, Snowline-mannbroddar og margt fleira.

Mynd / Sportís

Sportís er í Mörkinni 6 þar sem starfsfólk er þjálfað í að veita faglega, framúrskarandi og einstaklingsmiðaða þjónustu. Verslunin er opin alla virka daga klukkan 10-18 og laugardaga klukkan 11-15. Síminn er 520-1000 og heimasíðan er sportis.is.

Mynd / Sportís

Mynd / Sportís

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Góð þjónusta fagfólks ómetanleg

„Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti,“ segir Kristinn Sigurbjörnsson, löggiltur fasteignasali og annar eigandi ALLT fasteignasölu. Fasteignasalan...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -