• Orðrómur

„Rúm á að vera þægilegt frá fyrsta degi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vogue fyrir heimilið hefur framleitt dýnur fyrir Íslendinga frá 1949 og býður nú upp á nýja línu í rúmum, DÍS. Að sögn Halldórs Snælands, sem starfað hefur við framleiðslu dýna frá barnsaldri, þá eru alltaf ný hráefni að koma á markaðinn auk þess sem viðskiptavinir eru í dag upplýstari og kröfuharðari en áður, um leið og umhverfisvitund þeirra eykst.

„Heimilin hafa verið okkar stærsti markhópur í gegnum tíðina og þar er aðaláhersla okkar á að engin dýna er best, við erum öll misjöfn og það er algengt að par/hjón hafi ólíkar þarfir þegar kemur að rúmdýnu. Allt sem við seljum er sérframleitt fyrir hvern og einn einstakling af því við vitum að hver og einn er með sérþarfir. Við hjá Vogue fyrir heimilið, höfum getu og þekkingu til að aðstoða fólk með þarfir þeirra þegar kemur að rúmum og höfum sérhæft okkur í því. Það er okkar sterkasta hlið og gefur okkur mesta ánægju að sjá að hlutirnir ganga upp fyrir viðskiptavininn,“ segir Halldór.

„Við erum að bjóða núna upp á nýja rúmalínu, sem er ákaflega breið og er samsett úr bæði dýnum og undirdýnum.“

„Við erum að bjóða núna upp á nýja rúmalínu, sem er ákaflega breið og er samsett úr bæði dýnum og undirdýnum. Dýnurnar sem við bjóðum upp á eru af öllum gerðum, allt frá því að vera einfaldar svampdýnur, sem eru notaðar í sumarbústaði, og upp í dýnur fyrir sjúkrarúm, og allt þar á milli.“

- Auglýsing -

Mynd / Aðsend

Hjónarúm fyrir báða aðila að njóta

Allar dýnur fyrir hjónarúm hjá Vogue fyrir heimilið eru byggðar upp á dýnukerfi. Dýnurnar eru oft samsettar úr þremur dýnum, sem eru þá tvær undirdýnur eða burðardýnur, sem geta verið úr sitt hvoru efninu eftir því hvað hentar hvorum aðila. „Þetta er eins og Lego-kerfi þar sem margt er í boði og fólk getur sett rúmið saman eftir eigin þörfum og með góðum efnum. Þannig getum við búið til rúm sem báðir einstaklingar geta notið og geta notið að sofa í,“ segir Halldór og bendir á að í dag sé fólk meðvitað um að stífar dýnur séu ekki þær bestu líkt og áður var algengt að halda. „Ég myndi til dæmis aldrei kaupa mér of litla eða of stífa skó bara af því þeir eiga að endast mér svo lengi, ég vil að þeir séu þægilegir frá fyrsta degi. Sama á við um rúm, þau eiga að vera þægileg frá fyrsta degi.“

- Auglýsing -

Í takt við þau orð Halldórs býður Vogue fyrir heimilið upp á fjögurra vikna reynslutíma á öllum dýnum. „Þannig hefur þú tíma til að ákveða hvaða dýna hentar þér best.“

Vogue fyrir heimilið selur einnig rúmbotna, höfðagafla, kodda og sængur, sængurver, gardínur og fleira fyrir svefnherbergið. Afgreiðslufrestur á dýnum er almennt fimm virkir dagar.

- Auglýsing -

Vogue fyrir heimilið er í Síðumúla 30 í Reykjavík, sími 533-3500 og að Hofsbót 4, Akureyri, sími 462-3504.
Opið er virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-14 á Akureyri og 11-16 í Reykjavík.
Vefsíðan er vogue.is og netfang, [email protected]

Stúdíó-Birtingur í samstarfi við Vogue fyrir heimilið.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -