Sunnudagur 29. janúar, 2023
0.1 C
Reykjavik

Sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það verður að segjast eins og er að það jafnast fátt á við að vera með sinn eigin heita pott í garðinum. Í hann er bæði gott að fara á sólríkum sumardegi sem og á stjörnubjörtu vetrarkvöldi.

Eftirspurnin er mikil og það staðfestir Kristján Bergsteinsson, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Góðkaup. Fyrirtækið er nýtt en kveikjan að stofnun þess var einfaldlega sú að Kristján og félagar hans ætluðu að fá sér heita potta en blöskraði verðið á þeim. „Okkur blöskraði álagningin þegar við fórum að leita okkur að pottum og þess vegna fórum við út í að láta framleiða þessa vöru fyrir okkur. Pottarnir eru framleiddir eftir okkar forskrift og sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Kristján.

Kristján Bergsteinsson, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Góðkaup

Aðrir njóta góðs af hugmynd þeirra félaga því fyrirtækið Góðkaup var stofnað með það í huga að lágmarka álagningu og bjóða góða vöru á betra verði. „Við gerum það með því að lágmarka birgðahald, safna pöntunum saman og fáum betra verð með því að kaupa þetta í magni,“ segir Kristján og á síðu fyrirtækisins, www.godkaup.is má sjá opnunartilboð á heitum pottum sem kosta frá 595.000 kr. til 795.000 kr. Öllum pottum fylgja lok og tröppur.

Pottur frá Góðkaup

Einangrun skiptir máli

Íslenskar aðstæður þarf vart að kynna en pottarnir sem Góðkaup býður upp á eru sem fyrr segir sérhannaðir fyrir veðráttuna hér. „Umræðan á Íslandi um heita potta hefur þróast út í umræðu um stærð vatnshitarans. Þar eru menn dálítið á villigötum því stærð vatnshitarans þarf í raun bara að fylgja vatnsmagni í pottinum og óþarfi að vera með of stóra hitara á pottum sem ekki eru vatnsfrekir. Svo þarf ekki að vera með mjög stóra hitara þegar einangrunin er góð,“ segir Kristján og bendir á að góð einangrunin í pottunum spari raforkunotkun og komi í veg fyrir vindkælingu á skel.

Það jafnast fátt á við að vera með sinn eigin heita pott í garðinum.

Fyrirtækinu hafa borist fjöldi fyrirspurna um hitaveituskeljar og segir Kristján að þeir hafi brugðist við eftirspurninni og koma skeljarnar í febrúar á næsta ári. „Nú er verið að smíða fyrir okkur mót eftir okkar hönnun á hitaveituskeljum og frá febrúar munum við bjóða upp á þessa vöru á verði sem hefur ekki sést áður hérna heima.“ Góðkaup munu í samstarfi við pípulagningameistara bjóða upp á heildarlausn með tilliti til tengibúnaðar og uppsetningar til að viðskiptavinurinn geti komið á einn stað og fengið allan pakkann.

- Auglýsing -

Góðkaup í samstarfi við Stúdíó Birtíng

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -