• Orðrómur

Sérsmíðuð dönsk hönnun á hagstæðu verði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Skanva.is er fyrsta netverslun sinnar tegundar á Íslandi, þar sem við seljum allar tegundir glugga, auk útihurða, svalahurða og rennihurða. Við höfum fengið góðar viðtökur á Íslandi og mér finnst Íslendingar alveg hafa verið tilbúnir í að panta þær vörur sem við bjóðum upp á í netverslun,“ segir Hanna Guðmundsdóttir, Overby markaðsstjóri Skanva.is.

„Skanva.is er danskt fyrirtæki sem hefur verið með danska netverslun í sjö ár og sex ár í Noregi. Tæplega þrjú ár eru síðan við opnuðum á Íslandi. Í Skandinavíu er mikil samkeppni á þessum markaði og margir sem bjóða upp á netverslun. Viðskiptavinir þar virðast ekki þurfa að koma á staðinn til að sjá vöruna og finnst bara þægilegt að geta gert þetta heima þegar þeim hentar. Við seljum mikið til einkaaðila, þó að við séum einnig með smiði og fyrirtæki sem viðskiptavini.“

Skanva.is býður upp á glugga og hurðir úr tré, tré/áli (þá er tré að innan og ál að utan) og PVC. Allt efni kemur frá hágæða framleiðendum í Skandinavíu og Þýskalandi og er sett saman í verksmiðju Skanva sem er í Hvíta-Rússlandi. „Þegar við byrjuðum að selja á Íslandi þá létum við slagveðursprófa vörurnar okkar til að uppfylla íslenskar kröfur,“ segir Hanna.

- Auglýsing -

„Allir gluggar og hurðir eru dönsk hönnun út frá skandinavísku útliti og við eigum glugga bæði fyrir þessi klassísku og sígildu hús og sem passar nýrri hönnun þar sem gluggar eru stærri og útlit nútímalegra. Við eigum mikið úrval fyrir allar gerðir húseigna.“

Hér má sjá heimili þar sem húseigendur pöntuðu glugga og hurðir frá Skanva.is. Mynd / Aðsend

Hér má sjá heimili þar sem húseigendur pöntuðu glugga og hurðir frá Skanva.is. Mynd / Aðsend

- Auglýsing -

Viðskiptavinur velur og sér verð um leið

Á Skanva.is býðst viðskiptavinum að kaupa glugga og hurðir á hagstæðu verði. Viðskiptavinur fer inn á skanva.is þar sem hann velur glugga og/eða hurðir eftir máli, lit, höldum, þröskuldum og öðru sem þarf. „Viðskiptavinurinn hannar sína glugga sjálfur og sér alltaf verðið strax. Það er þægilegt að þurfa ekki að bíða í nokkra daga eftir tilboði í vöruna, en hjá öðrum söluaðilum þarf viðskiptavinur oft að senda fyrirspurn og bíða jafnvel í fleiri daga eftir svari. Viðskiptavinurinn sér allt vöruúrval á vefsíðunni og þarf ekki að fara á staðinn eða á marga staði til að kynna sér vöruúrval. Hann greiðir síðan fyrir vöruna með kreditkorti eða netgíró. Pöntunin er síðan framleidd eftir máli og send til Íslands. Í kaupferlinu getur viðskiptavinurinn valið hvort hann vill sækja pöntunina sjálfur í Samskip eða fá hana keyrða heim að dyrum,“ segir Hanna.

„Biðtíminn er 8-10 vikur, hann fer eftir árstíðum, á veturna er oft styttri tími. Við erum með eina verksmiðju sem framleiðir fyrir markaðina okkar þrjá og ef mikil eftirspurn er á einum markaði hefur það áhrif á hina. Það er einn af okkar styrkleikum að við eigum verksmiðjuna sjálf, þannig sparast greiðslur til smásöluaðila sem er oft dýr milliliður. Með netverslun getum við einnig skorið niður launakostnað sölumanna sem skilar sér í lægra vöruverði til viðskiptavina okkar,“ segir Hanna og tekur fram að aukning hafi orðið í pöntunum undanfarið ár í heimsfaraldri þegar margir íbúðar- og húseigendur fóru í framkvæmdir.

- Auglýsing -

Hér má sjá heimili þar sem húseigendur pöntuðu glugga og hurðir frá Skanva.is. Mynd fyrir Mynd / Aðsend

Hér má sjá heimili þar sem húseigendur pöntuðu glugga og hurðir frá Skanva.is. Mynd eftir Mynd / Aðsend

„Fólk er að gera upp heimili sín og sumarbústaði og er ekki að verja peningum í utanlandsferðir heldur er heima og fer í verkefnin sem hafa setið á hakanum. Við erum með marga viðskiptavini sem búa á landsbyggðinni og eru mjög ánægðir með að þurfa ekki að keyra til Reykjavíkur og fara í verslanir. Netverslun okkar spurðist mjög fljótt út og eru dæmi um að viðskiptavinir hafi séð nágranna sinn kaupa frá okkur, hafi skoðað hjá honum, litist vel á og pantað hjá okkur. Það voru einhverjir skeptískir í byrjun, sem er bara eðlilegt af því alltaf er verið að vara við netsvindli og slíku. En fólk var fljótt að sjá að við erum alvörunetverslun og bjóðum upp á góða vöru og þjónustu.“

Hér má sjá heimili þar sem húseigendur pöntuðu glugga og hurðir frá Skanva.is. Mynd / Aðsend

Sýningarsalur á Granda

Úti á Granda er Skanva.is með sýningarsal á Fiskislóð 31e, þar sem hægt er að skoða vörurnar og panta, sé óskað eftir aðstoð við það. „Við leggjum mikla áherslu á netverslunina okkar og erum stöðugt að bæta upplifun neytandans þar inni, þar sem við vitum að það er framtíðin,“ segir Hanna.

„Í sýningarsalnum á Granda eru starfsmenn til aðstoðar og þar má skoða flestar tegundir hurða og flestar tegundir glugga sem boðið er upp á. Fólk getur því komið og opnað glugga og hurðir og séð efnin sem eru í boði. Við erum með nokkra glugga í PVC, nokkra í tré og nokkra í tré/áli. Þú getur einnig valið um nokkrar týpur af gleri. Og einnig má sjá þar hurðahúna, sílendra, þröskulda og slíkt.“

Úr sýningarsal Skanva.is
Mynd / Aðsend

Úr sýningarsal Skanva.is Mynd / Aðsend

Úr sýningarsal Skanva.is Mynd / Aðsend

Myndbönd auðvelda ferlið

Skanva.is býður einnig upp á kennslumyndbönd fyrir viðskiptavini sína. „Við fundum að einhverjir voru óöruggir með hvort þeir myndu mæla rétt eða annað. Þannig að við útbjuggum kennslumyndbönd um hvernig á að mæla fyrir gluggum og hurðum, hvernig gamla einingin er tekin úr, hvernig gluggar og hurðir eru settar í og fleira. Það er smiður hjá Skanva.is sem sýnir fólki hvernig þetta virkar. Slík kennslumyndbönd eru alþekkt á YouTube og viðskiptavinir hafa verið ánægðir með þessi myndbönd, sem eru þeim til stuðnings í kaupferlinu.“

Allar upplýsingar má finna á skanva.is eða með tölvupósti [email protected] Sýningarsalur Skanva.is á Fiskislóð 31e í Reykjavík er opinn virka daga frá kl. 10-16 og síminn 558-8400 á sama tíma. Á Facebook og Instagram má einnig sjá fjölda mynda og myndbönd eru á YouTube.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Skanva.is (@skanva.is)

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Skanva.is.

 

 

3 og 4) 3 myndir
Hér má sjá heimili þar sem húseigendur pöntuðu glugga og hurðir frá Skanva.is. Verulegur útlitsmunur er á eignunum og mikil prýði að.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Góð þjónusta fagfólks ómetanleg

„Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti,“ segir Kristinn Sigurbjörnsson, löggiltur fasteignasali og annar eigandi ALLT fasteignasölu. Fasteignasalan...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -