• Orðrómur

Spennandi tímar fram undan hjá Norræna húsinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nýr og endurbættur sýningarsalur opnar í Norræna húsinu í dag og spennandi sýningar eru fyrirhugaðar á næstu mánuðum. Þann 29. febrúar opnar svo veitingastaðurinn MATR sem mun leggja áherslu á ruslfrían og vistvænan veitingarekstur.

Norræna húsið í Reykjavík hefur um áratugaskeið verið vinsæll áfangastaður í miðborg Reykjavíkur hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Í dag, föstudag, opnar endurbættur sýningarsalur í húsinu og nýr veitingastaður sem mun bera heitið MATR verður opnaður í næsta mánuði.

Norræna húsið er ein fallegasta bygging borgarinnar, hönnuð af finnska arkitektinum Alvari Aalto, og er miðstöð norrænnar menningar hér á landi og um leið menningarhús fjölskyldunnar þar sem boðið er m.a. upp á fjölbreytta viðburðadagskrá allt árið, norrænt bókasafn, vinsælt barnabókasafn og listaverkaútlán. Síðasta ár var þó afar erfitt fyrir rekstraraðila Norræna hússins. Í mars þurfti að loka sýningarsal hússins vegna vatnsleka og í lok sumars var veitingastaðnum AALTO Bistro sem hefur verið staðsettur þar í fimm ár lokað.

Spennandi tímar í vændum

Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Norræna hússins, segir að fyrir vikið hafi starfsemin í húsinu raskast mikið og það hafi bitnað hvað mest á fastagestum hússins. „En í dag er tilefni til að gleðjast og spennandi tímar eru í vændum árið 2020. Við viljum að þessi opnun í kvöld marki tímamót og því viljum við fagna með fólkinu sem notar húsið, þekkir húsið og bjóðum velkomna þá sem aldrei hafa heimsótt okkur. Allir eru hjartanlega velkomnir.“

Árni Ólafur. Mynd / Guðni Páll Sæmundsson

Nýi endurbætti sýningarsalurinn ber heitið Hvelfing en hann hefur verið endurnýjaður í upphaflegri mynd. „Lagt hefur verið nýtt gólfefni og loftræstikerfi auk þess sem opnað hefur verið á milli tveggja rýma sem áður voru aðskilin. Steinveggir, tréhurðir og trébitar í loftinu setja fallegan svip á mínímalískan salinn sem býður upp á mikla möguleika fyrir myndlist af öllu tagi. Fyrir framan salinn opnar Hönnunarverslun Norræna hússins en hún var áður staðsett á efri hæð hússins. Verslunin mun selja gjafavöru eftir norræna hönnuði og arkitekt hússins, Alvar Aalto.“

Land handan hafsins opnar í Norræna húsinu í dag kl. 17.
- Auglýsing -

Glæsilegar sýningar

Fyrsta sýningin í nýja salnum ber heitið Land handan hafsins en um er að ræða finnska myndlistarsýningu sem Pro Artibus-stofnunin hefur veg og vanda af, að hennar sögn. „Í apríl opnar sýning í tilefni hálfrar aldar afmælis íslenskrar grafíkur og í sumar stendur húsið að sýningu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Platform Gátt sem mun kynna ungt og upprennandi listafólk á Norðurlöndum. Í haust opnum við síðan stóra og glæsilega samsýningu í Norræna húsinu sem fjallar um jafnrétti og kyn í norrænu samhengi. Á sýningunni munu margir af eftirsóttustu listamönnum Norðurlandanna sýna.“

- Auglýsing -

Fjölskylduvæn kaffihúsastemning

Veitingastaðurinn sem opnar í Norræna húsinu í næsta mánuði mun bera heitið MATR, sem er forn ritháttur á orðinu matur, að sögn Árna Ólafs Jónssonar eiganda en hann er m.a. þekktur fyrir sjónvarpsþættina Hið blómlega bú sem voru sýndir á Stöð 2 fyrir nokkrum árum.

„MATR er eins árs tilraunaverkefni í ruslfríum og vistvænum veitingarekstri í Norræna húsinu. Staðurinn mun bjóða upp á huggulega og fjölskylduvæna kaffihúsastemningu þar sem áhersla er lögð á norræna matargerð, nýtni og virðingu við hráefni. Í gegnum daginn er sænska hugtakið „fika“ haft að leiðarljósi, það að slaka á og njóta þess að fá sér kaffi og með því í góðra vina hópi.“

Hann segir MATR fyrst um sinn vera kaffihús sem hefur opið þriðjudaga til sunnudaga milli kl. 10 og 17. „Boðið verður upp á úrvalskaffi, te og aðra drykki, heimalagað bakkelsi af ýmsu tagi og svo heitan mat í hádeginu. Matseðillinn mun taka reglulegum breytingum, allt eftir árstíðum og hráefnisframboði. Kvöldin verða nýtt í ýmsa matartengda viðburði og fleira.“

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -