Stemning í anda 80‘s á Miami bar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Miami bar á Hverfisgötu var opnaður á menningarnótt árið 2018 og fagnar því tveggja ára afmæli í ár. Staðurinn sækir útlit sitt og stemningu til níunda áratugarins, og sjónvarpsþáttanna Miami Vice, sem flestir af eldri kynslóðinni muna vel eftir.

„Sumir sögðu þetta djarft af okkur að opna stað í þessum stíl. En allt fer í hringi og við sjáum að mynstrin og hönnunin er að ryðja sér til rúms aftur í auglýsingum, tískutímaritum og fleira,“ segir Fannar Alexander hjá Miami. Hönnunarfyrirtækið Döðlur sá um hönnun staðarins, sem er öll í anda 80‘s-tískunnar, neon-pastellitir, teppi á gólfum, og einnig eru allir starfsmenn klæddir í ýmist hvíta jakka, pastelliti eða blómamynstur í anda sjónvarpsþáttanna og tísku þess tíma.

Barinn á Miami bar

„Kokteilarnir eru í sama anda, við erum með marga kokteila sem voru vinsælir á þessum tíma og sem þeir eldri muna eftir, en yngri kynslóðin hafði aldrei heyrt um, eins og Sex on the Beach og Long Island,“ segir Fannar. „Við erum með skotlista, sem þykir mjög 80´s, eins og Jelloskot sem eru mjög vinsæl.“

Miami mun bjóða upp á margt í sumar og því tilvalið að kíkja í miðborgina og upplifa stemningu níunda áratugarins. „Við erum með rosalegt útisvæði, sem verður opið alla daga í sumar. Þar náum við sól til kl. 21-22 á kvöldin og í góðu logni. Alla laugardaga mun dj byrja að spila kl. 12 og strákarnir hjá Tasty Burgers grilla frá kl. 12-17,“ segir Fannar.

„Á laugardögum munum við bjóða upp á „liquid menu“, eða fljótandi matseðil, og marga drykki á sértilboði. Okkur sjálfum finnst gott að byrja daginn með bröns, og svo þegar hann er búinn þá langar fólk ekki heim og þá er tilvalið að koma yfir til okkar. Við ætlum að halda dagstemninguna í heiðri og vonandi er hún komin til að vera,“ segir Fannar. „Við höfum einnig lagt áherslu á að bjóða upp á áfengislausa drykki og kokteila, enda er það valmöguleiki sem sífellt fleiri kjósa og er að ryðja sér til rúms í meira mæli.“

Litríkt og skemmtilegt
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Fleira er fram undan hjá Miami. „Við bjóðum upp á kokteilanámskeið fyrir einstaklinga og hópa. Ef þú ert, sem dæmi, með gæsahóp og ykkur langar að læra að búa til Cosmopolitan í anda Sex and the City-þáttanna þá kennum við ykkur. Við viljum koma til móts við áhuga fólks og vina-, steggja-, gæsahópar og fleiri eru velkomnir til okkar,“ segir Fannar. „Við verðum líka með viðburði í boði fyrir bransafólkið og barþjóna, eins og námskeið, keppnir og slíkt.“

Miami bar er á Hverfisgötu 33 í miðbæ Reykjavíkur. Opið er alla daga frá kl. 15-23, nema á föstudögum og laugardögum, þá er opið frá kl. 12.

Instagram staðarins er Miami_Hverfisgata, og Fannar mælir með því að fólk fylgi staðnum.

Tequila Sunrise: Tilvalinn drykkur fyrir grill-partýið í sumar. Fallegur og auðveldur drykkur til að gera fyrir gesti.

Tequila Sunrise

Don Julio Tequila
Ferskur appelsínusafi
Grenadine
Appelsína

Aðferð:
Fyllið glas af klaka
30 ml Don Juilo Tequila
Fyllt upp með ferskum appelsínusafa
Dass af grenadine á toppinn, gefðu grenadine smá tíma til þess að falla til botns og skreytt með appelsínusneið.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Miami bar.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Tímalaus hönnun með smá tvisti

La Boutique Design Í samstarfi við Stúdíó Birtíng.Falleg og tímalaus hönnun og fjölbreytni einkennir vöruúrvalið í vefversluninni La Boutique Design.„Hugmyndin var að...

Sjálfvirk umsýsla stéttarfélaga

Guðmundur Sigursteinn Jónsson, hjá hugbúnaðar- og sprotafyrirtækinu Kaktus, segir Félagakerfi geta minnkað umsýslu stéttarfélaga um 30-40 prósent....

Nýtt í dag

Óþægilegt fyrir Róbert

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, er í snúinni stöðu eftir að Fréttablaðið upplýsti að hann vildi taka slaginn...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -