2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tækifæri í vefverslunum með aukinni sjálfvirkni

Birgir Hrafn Birgisson hjá Kaktus Kreatives segir Kaktus Flow geta minnkað umsýslu eigenda netverslana um 20-30 prósent.

 

Kaktus Flow er ný vara af lausnaframboði hugbúnaðarfyrirtækisins Kaktus Kreatives. Kerfið var þróað með eigendur vefverslana í huga og þá með sérstaka áherslu á tímasparnað í umsýslu.

„Við tókum eftir því að þegar eigendur/rekstraraðilar netverslana voru búnir að skila af sér hefðbundnum átta klukkustunda vinnudegi í sinni verslun, tók við að gera upp daginn og sýsla með birgðir og bókhald sem voru viðbótar 2-4 klukkustundir. Við ákváðum þá að takast á við þetta vandamál og úr varð hugmyndin að Kaktus Flow. Kerfið er unnið í samstarfi við vel valda aðila sem reka vefverslanir,“ segir Birgir Hrafn, framkvæmdastjóri Kaktus Kreatives.

Birgir Hrafn Birgisson
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

AUGLÝSING


Hann bætir við að allir þeir samstarfsaðilar sem hafa tekið upp kerfið hafi einn samnefnara, það er að kerfið gefi þeim nú loks færi á að fara heim á eðlilegum tíma og sinna fjölskyldu, áhugamálum og öðrum hugðarefnum.

Styðjast við vinsælustu kerfin á Íslandi

„Ástæðurnar fyrir því að kerfið er orðið svona eftirsótt eru þó nokkrar, en fyrir utan tímasparnað þá erum við að tengja okkur við vinsælustu kerfin á Íslandi, það er DK-hugbúnað fyrir bókhaldið og svo WooCommerce-vefverslunarkerfið sem að langflestir eru að nota í dag. Tengingar við enn fleiri birgðakerfi kunna svo einnig að verða að veruleika.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Bókarinn óþarfur?

Í Kaktus Flow færist vörustýringin niður í neðsta lag, það er með DK-hugbúnaði. Gögnin flæða þar upp yfir í vefverslunina snurðulaust. Þegar viðskiptavinur kaupir svo úr vefverslun, flæða gögnin beint niður í birgðakerfið og bókast á réttan bókhaldslykil. „Því grínumst við stundum með það að bókarinn þurfi ekki að bóka eitt né neitt. Ekkert sem heitir ,,plug and play!“ Við gerum okkur grein fyrir að tími allra skipti máli. Sjálfvirkni er því miður ekki sjálfgefin,“ segir Birgir.

„Til þess að gera kerfi, gögn, ferla og tengingar sjálfvirk, þá þarf maður að staldra við og horfa með gagnrýnum augum á núverandi stöðu, sem og sjá fyrir hvernig hlutirnir eiga að vera. Innleiðingin þýðir ákveðna tiltekt í grunnkerfinu sem við aðstoðum að sjálfsögðu við og veitum ítarlegar leiðbeiningar í gegnum. Ferlið er mjög einfalt en auðvitað tekur það smátíma, svona eins og að taka til. Eftir tiltekt þá líður öllum betur.“

Sjá nánar á kaktusflow.is.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Kaktus Kreatives.

 

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni