Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Á þriðja hundrað sóttu UAK-daginn í Hörpu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

UAK-dagurinn, ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu, var haldinn í fyrsta skipti um helgina í Norðurljósasalnum í Hörpu, en á þriðja hundrað ungar konur og karlar sóttu ráðstefnuna.

Ráðstefnan bar yfirskriftina „Höfum áhrif í breyttum heimi“ og markmið hennar var að gera stjórnendum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og ungu fólki í atvinnulífinu á Íslandi grein fyrir kröftum vel menntaðra og reynslumikilla kvenna ásamt mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa öfluga hóps hvað varðar atvinnutækifæri.

Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt og voru þátttakendur fullir eldmóðs að vilja gera betur í breyttum heimi. Meðal fyrirlesara voru Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, Halla Tómasdóttir, fyrirlesari og ráðgjafi á alþjóðavettvangi, Alda Karen Hjaltalín, sölu- og markaðsstjóri hjá Chostlamp, frumkvöðullinn Laura Kornhauser og Eliza Reid forsetafrú.

Eliza Reid fór á kostum og ræddi um fyrirmyndir sínar og mikilvægi þeirra og ekki síst mikilvægi þess að hafa sjálfstraust. Einnig gaf hún ráðstefnugestum góð ráð til að hafa að leiðarljósi þegar kemur að starfsframa og lífinu sjálfu.

Eliza Reid fór á kostum og ræddi um fyrirmyndir sínar og mikilvægi þeirra og ekki síst mikilvægi þess að hafa sjálfstraust.

Einnig gaf hún ráðstefnugestum góð ráð til að hafa að leiðarljósi þegar kemur að starfsframa og lífinu sjálfu.

Róbert Wessmann kom inn á nýjar brautir og sagði að þau fyrirtæki sem ekki réðu konur til stjórnarstarfa eða annarra mikilvæga starfa væri að missa af lestinni. Það væri mikilvægt að vera með góða blöndu af starfsfólki af báðum kynjum og ekki síst með breiðan bakgrunn og ólík svið. Hann ræddi einnig um störf framtíðarinnar en í dag eru líftæknifyrirtæki í mikill sókn og tækifæri til framfara og nýjunga aldrei verið meiri.

Alda Karen Hjaltalín náði til áheyranda með áhugaverðu erindi sínu um að fara nýjar leiðir og koma fólki á óvart sem og sjálfum sér. Alda Karen er öflugur samfélagsmiðlari og veit svo sannarlega hvar hjartað slær þegar kemur að miðlun.

Róbert Wessmann kom inn á nýjar brautir og sagði að þau fyrirtæki sem ekki réðu konur til stjórnarstarfa eða annarra mikilvæga starfa væri að missa af lestinni.
- Auglýsing -

Ráðstefnan var hin vandaðasta í alla staði og margir öflugir og reynslumiklir stjórnendur stigu á svið. Fundarstjóri ráðstefnunnar var Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. Fyrri panelumræður dagsins fjölluðu um störf framtíðarinnar og stöðu kvenna í því samhengi.

Umræðunum stýrði Guðrún Sóley Gestsdóttir og viðmælendur hennar voru Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri hjá Landsvirkjun, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

Þá var tekið fyrir í seinni panelumræðum dagsins hvernig umræðan um áhrifamiklar konur er öðruvísi en um karla. Björg Magnúsdóttir talaði við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverrandi borgarstjóra, Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, og Salvöru Nordal, Umboðsmann barna.

Á þriðja hundrað ungar konur og karlar sóttu ráðstefnuna.
- Auglýsing -

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Félag ungra athafnakvenna.
Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Aldís Páldóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -