• Orðrómur

Tímalaus hönnun með smá tvisti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

La Boutique Design
Í samstarfi við Stúdíó Birtíng.

Falleg og tímalaus hönnun og fjölbreytni einkennir vöruúrvalið í vefversluninni La Boutique Design.

„Hugmyndin var að auka fjölbreytileikann og bjóða upp á eitthvað öðruvísi,“ segir Maxime Sauvageon, eigandi vefverslunarinnar La Boutique Design, þegar hann er spurður út í hugmyndina á bak við verslunina.

- Auglýsing -

Maxime er fæddur og uppalinn í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í rúm tvö ár og hefur komið sér vel fyrir hér á landi. Hann segist hafa séð strax að Íslendingar kunni að meta fallega hönnun og gæði en að hans mati vantaði upp á fjölbreytnina. Honum þótti því tilvalið að opna vefverslun með vönduðum vörum frá Frakklandi og víðar.

Töff veggljós frá DCW éditions.

„Það er mikil gróska í franskri hönnun og úr miklu að velja. Ég er auðvitað franskur og frönsk hönnun er eitthvað sem ég þekki vel þannig að hönnun frá Frakklandi er áberandi í versluninni minni en ég er líka, sem dæmi, með hollenska og danska hönnun. Þannig að það er mikil fjölbreytni í vöruúrvalinu,“ segir Maxime sem er með meist­ara­gráðu í viðskipt­um og stjórn­un en hefur alltaf haft brennandi áhuga á hönnun.

- Auglýsing -

„Ég fékk innsýn inn í verslunarrekstrarumhverfið í æsku en pabbi átti fyrirtæki og amma mín rak hattaverslun. Ég þekki verslunarumhverfi og vönduð hönnun hefur alltaf verið ástríða hjá mér,“ segir Maxime sem tókst að sameina viðskiptaþekkinguna og hönnunaráhugann með verslun sinni.

Í sátt og samlyndi við umhverfið

„Umhverfisvernd og sjálfbærni er mér hugleikin og vöruúrvalið í La Boutique Design endurspeglar það,“ segir Maxime þegar hann er spurður út í helstu áherslur. Hann leggur mikla áherslu á að vanda valið og versla við hönnuði og framleiðendur sem vinna í sátt og samlyndi við umhverfið.

- Auglýsing -

Smart stóll úr eik frá merkinu Almost.

Á vef La Boutique Design er að finna flokkinn „Vistvæn hönnun“ sem er merkt með ECO-merki, það auðveldar viðskiptavinum að kaupa fallega og umhverfisvæna hönnun. „Það er mér mjög mikilvægt að geta boðið upp á vörur sem eru unnar á sjálfbæran og umhverfisvænan máta.“

Sömuleiðis reynir hann að halda kostnaði niðri og þannig vöruverði. „La Boutique Design er vefverslun þannig að ég er ekki með verslunarrými, það heldur kostnaði niðri. Við erum með gott myndefni og upplýsingar á vefnum okkar þannig að fólk fær góða mynd af því sem við bjóðum upp á í gegnum netið,“ segir Maxime sem bendir áhugasömum líka á að fylgjast með Instagram-síðu verslunarinnar.

Hann bætir við að hann bjóði upp á góða þjónustu við viðskiptavininn og að það sé honum mikilvægt. „Ég er alltaf tilbúinn að bjóða upp á ráðgjöf fyrir þá viðskiptavini sem þurfa aðstoð.“

Aðaláherslan á tímalausa hönnun sem endist um ókomna tíð

Aðspurður hvað einkenni vöruúrvalið í La Boutique Design segir Maxime: „Þetta er tímalaus hönnun með smá tvisti, eitthvað sem er svolítið öðruvísi. Þetta eru klassískar vörur sem hafa skipað sér sess innan hönnunarheimsins í bland við nýja og spennandi hönnun.“

Þegar hann er spurður hvaða viðbrögð fallega verslunin hans hafi fengið á Íslandi segir Maxime að það hafi tekið tíma að koma sér á kortið á íslenskum markaði. „Ég byrjaði á núllpunkti og það tekur auðvitað tíma að stofna fyrirtæki og kynna það en fólk er hrifið af versluninni. Það er greinilegt að margt fólk leitar að einhverju nýju og fersku og vill fjölbreyttara vöruúrval á íslenskan markað. Ég hef fengið góð viðbrögð og það er gaman að geta boðið upp á fallega hönnun sem hingað til hefur ekki verið fáanleg hér á landi.“

Loftljós frá Market Set.

Húsgögn og ljós úr basti, rattan og fallegum viðartegundum eru áberandi í vefverslun La Boutique Design. „Þessi náttúrulegu element eru að koma sterk inn á Íslandi núna en hafa verið vinsæl í lengri tíma í Frakklandi. Tískustraumarnir koma aðeins fyrr inn á markaðinn í Frakklandi þannig að ég mun geta komið með þau fyrr hingað til lands í gegnum verslunina mína. Annars eltist ég lítið við tískustrauma þegar kemur að versluninni, ég legg aðaláherslu á að bjóða upp á tímalausa og vandaða hönnun sem mun endast.“

Vagga frá Bermbach.

„Annars eltist ég lítið við tískustrauma þegar kemur að versluninni, ég legg aðaláherslu á að bjóða upp á tímalausa og vandaða hönnun sem mun endast.“

Hvað vefverslanir varðar er Maxime góðu vanur frá París og vildi strax setja upp vandaða vefverslun þar sem viðskiptavinurinn getur verslað á einfaldan og þægilegan hátt. „Þegar ég bjó í París gat maður keypt sér húsgagn og fengið það heimsent á innan við tveimur klukkustundum sem er mikill lúxus,“ segir Maxime. Hann segir slíka þjónustu í gegnum vefverslanir vera það sem koma skal. „Ég finn að fólk er ánægt með að geta skoðað og keypt húsgögn auðveldlega á netinu og fengið þau send heim,“ útskýrir Maxime. Þess má geta að La Boutique Design býður upp á ókeypis heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins, alla leið inn fyrir dyr, óháð stærð eða þyngd pöntunar.

Töff stóll frá Lyon Béton.

Spurður út í hvaða merki í vefverslun La Boutique Design sé í uppáhaldi hjá honum segir hann erfitt að svara þeirri spurningu. „Það er erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hann nefnir svo franska merkið Tulix sem dæmi um merki sem hann er afar hrifinn af. „Það er rótgróið og flott fyrirtæki sem sérhæfir sig í stálhúsgögnum. Svo eru vörurnar frá franska hönnunarstúdíóinu Lyon Béton líka í miklu uppáhaldi, steinsteypa er í aðalhlutverki í þeirra hönnun, einstakt og öðruvísi. Annars finnst mér flott að blanda ólíkri hönnun og áferð saman, til dæmis húsgögnum úr náttúrulegum viðartegundum við stálhúsgögn, svo lengi sem gæðin eru til staðar.”

La Boutique Design selur einnig fallegar vörur fyrir yngri kynslóðina. „Ég er líka mjög hrifinn af leikföngunum frá Moulin Roty, þau eru svolítið gamaldags og mjög vönduð.“

Vandað og eigulegt leikfang frá Moulin Roty.

Spennandi tímar fram undan

Hann segir spennandi tíma fram undan. „Fyrirtækið er í stöðugri þróun, undanfarið höfum við verið að þjónusta einstaklinga sem eru að fegra heimilið sitt en svo höfum við líka smátt og smátt verið að auka þjónustuna við fagfólk sem starfar innan hönnunarbransans, svo sem arkitekta og innanhúshönnuði, það er ýmislegt spennandi fram undan hjá okkur,“ segir Maxime. Hann segir að markmiðið sé svo að koma fallegu vörunum sem La Boutique Design selur til viðskiptavinanna í aðrar verslanir. „Það hefur verið gaman að selja vörurnar í gegnum vefsíðuna okkar en næst á dagskrá er að selja þær líka í gegnum aðrar íslenskar verslanir.“

La Boutique Design selur einnig potta, pönnur og borðbúnað. Mótið er frá Staub.

Áhugasamir geta kynnt sér þjónustu og vöruúrval La Boutique Design á laboutiquedesign.is.

Dásamleg gólfmotta fyrir ungri kynslóðina frá franska merkinu AFKLiving.

Í vefverslun La Boutique Design er að finna falleg leikföng og húsgögn fyrir börn. Þessi fallega dúkka er frá merkinu Moulin Roty.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -