• Orðrómur

Vafraðu um Kringluna á Netinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kringlan í samstarfi við Stúdíó Birtíng

Stafræn Kringla býður upp á byltingarkennda vöruleit þar sem heil verslunarmiðstöð er tengd undir einum hatti. Hægt er að sækja vörurnar í póstbox Kringlunnar á 2. hæð til miðnættis.

„Undir lok síðasta árs setti Kringlan nýja stafræna lausn í loftið undir heitinu Stafræn Kringla en breytingarnar snúa fyrst og fremst að því að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali,“ segir Aldís Eva Kristjánsdóttir, stafrænn sérfræðingur hjá Kringlunni. „Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um Kringluna hvenær sólarhringsins sem er í gegnum vefsíðuna kringlan.is. Við bjóðum upp á byltingarkennda vöruleit þar sem við höfum tengt heila verslunarmiðstöð undir einn hatt og hægt er að skoða yfir 100.000 vörur frá um 70 verslunum og þeim fjölgar sífellt.“

„Við bjóðum upp á byltingarkennda vöruleit þar sem við höfum tengt heila verslunarmiðstöð undir einn hatt og hægt er að skoða yfir 100.000 vörur frá um 70 verslunum og þeim fjölgar sífellt,“ segir Aldís.

Kringlan hefur tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið, að hennar sögn. „Kringluappið okkar kom út síðasta sumar þar sem sjá má allar upplýsingar um gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og hvar þau eru staðsett í húsinu.

Við opnuðum síðan nýtt þjónustuver á 2. hæð þar sem póstbox Kringlunnar eru meðal annars staðsett. Þangað geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sínar og er opið til miðnættis.“

Einnig hafa tveir gagnvirkir leiðarvísar verið settir upp í Kringlunni sem aðstoða viðskiptavini við leit að upplýsingum um hvar verslanir eru staðsettar, miðla helstu fréttum og tilboðum og bjóða upp á leitarvél. „Við munum svo fjölga þeim um tvo á næstu mánuðum en þeir hafa reynst viðskiptavinum mjög vel.“

- Auglýsing -

Vöruleitin algjör bylting

Að sögn Aldísar er vöruleitin algjör bylting þar sem ein verslunarmiðstöð hefur verið tengd undir einn hatt og er eins og verslunargluggi á veraldarvefnum. „Þar er hægt að skoða yfir 100.000 vörur frá um 70 verslunum og fer þeim alltaf fjölgandi, eins og fyrr segir, og hjá flestum þeirra er hægt að klára kaupin á skömmum tíma. Einnig er hægt að leita að vörum með hjálp leitarorða, eftir flokkum og öðrum leiðum.“

Hægt er að leita að vörum í appinu með hjálp leitarorða, eftir flokkum og öðrum leiðum.

Hún segir tæknilega flókið að koma úrvali Kringlunnar á framfæri á einum stað. „Tæknilausnin sem við vinnum með hefur gert okkur kleift að bjóða öllum verslunum að vera með, hvort sem þær eru með netverslun eða ekki, stórar eða smáar. Margar verslanir eru því að færa sig yfir á Netið í fyrsta sinn og við vinnum þessi mál mjög náið með verslunareigendum.“

- Auglýsing -

Aldís segir stjórnendur Kringlunnar hafa upplifað mjög mikla ánægju meðal viðskiptavina fyrir síðustu jól. „Þá buðum við einnig upp á aðstoð við jólagjafaleit sem fór fram á „messenger“ og gaf hugmyndir að vörum af vefnum okkar, miðað við þær forsendur sem viðskiptavinurinn óskaði eftir.“

Þrátt fyrir að vera afar ánægð með vöruleitina segir Aldís að hún sé í stöðugri þróun. „Það er einmitt gaman að segja frá því að vefurinn okkar, kringlan.is, var tilnefndur til íslensku vefverðlauna, SVEF, nú á dögunum.“

Aðsókn aukist síðustu daga

Nýja þjónustuverið þar sem Kringlupóstboxið er, hefur vakið mikla lukku, að sögn Aldísar, en þangað er hægt að sækja vörur sem eru pantaðar á Netinu og viðskiptavinir uppgötva í gegnum kringlan.is. „Viðskiptavinir sækja vörurnar þegar þeim hentar, snemma á morgnana eða seint á kvöldin. Verslanir í Kringlunni hafa einnig verið mjög öflugar á síðustu dögum og boðið upp á ókeypis heimsendingar. Við finnum gríðarlega aukningu í heimsóknum á vef okkar og  auknum tíma sem viðskiptavinir verja þar og undirbúa kaupin. Það er því óhætt að segja að í ljósi aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir hafi verslunin í Kringlunni færst mikið á vefinn.“

„Stafræn Kringla er bara rétt að byrja,“ segir Aldís.

Fleiri breytingar verða kynntar síðar á árinu, að sögn Aldísar. „Stafræn Kringla er bara rétt að byrja, tækni og öll þróun er á fljúgandi ferð bæði í Kringluappinu og á kringlan.is. Miðað við viðbrögðin sem við fáum frá viðskiptavinum er ekki spurning að þessi skref eru nauðsynleg og við munum halda áfram að þróa stafræna efnið okkar og klæðskerasníða það fyrir viðskiptavini okkar.“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -