Um

UmBirting

Birtíngur útgáfufélag var stofnað og tók til starfa haustið 2006. Fyrirtækið gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli, Vikuna og vikulega fríblaðið Mannlíf ásamt lífsstíls- og fréttavefnum mannlif.is.

Markmið Birtíngs er að bjóða upp á ánægjulega skemmtun og afþreyingu fyrir flesta aldurshópa með útgáfu vandaðra tímarita eða í formi fréttaskýringa og vandaðra viðtala í fríblaðinu Mannlíf og á vefnum mannlif.is þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Um Mannlíf

Mannlíf er vikulegt fríblað sem kemur út alla föstudaga. Tímaritið Mannlíf á áratugalanga sögu en í október 2017 hófst úgáfa Mannlífs í dagblaðaformi. Blaðinu er nú dreift til um 80.000 heimila í hverri viku í höfuðborginni en auk þess er það aðgengilegt í verslunum Krónunnar og Nettó á landsbyggðinni, í Fjarðakaupum og á ýmsum fjölförnum stöðum í höfuðborginni.  Að útgáfu Mannlífs stendur stór og fjölbreyttur hópur blaðamanna og ritstjórnir Vikunnar, Húsa og híbýla og Gestgjafans.

Mannlíf er lifandi og mannlegt helgarblað sem leggur áherslu á umfjöllun um áhugavert fólk og málefni sem snerta allt samfélagið. Sérstaða blaðsins er í umfjöllun um lífstílstengd efni í samstarfi við leiðandi tímarit, vönduðum fréttaskýringum sem varða almannahagsmuni og viðtölum við áhugavert fólk. Blaðið hefur á stuttum tíma fest sig í sessi sem eitt mest lesna helgarblað landsins.

Markmið mannlif.is er að vera leiðandi fjölmiðill í umfjöllun um lífstílstengd málefni eins og tísku, mat, vín, heimili og hönnun, menningu og listir. En við fjöllum líka um erfið mál sem snerta okkur öll og færum lesendum vandaða umfjöllun um málefni líðandi stundar þar sem flókin fréttaefni eru dregin saman á einfaldan og skýran hátt. Mannlíf tekur einnig þátt í þjóðmálaumræðu um mikilvæg málefni þar sem þekktir einstaklingar úr íslensku efnahagslífi skrifa vandaða pistla sem eiga erindi við almenning.

Markhópur Mannlífs og mannlif.is er fólk á aldrinum 25-80 ára og stefna útgáfufélagsins er að leiða saman öflug vörumerki og vel skilgreindan hóp lesenda. Kynntu þér samstarfstækifæri og auglýsingar Mannlífs og sendu okkur póst á [email protected] eða heyrðu í okkur í síma 515–5500.

Útgefandi og ábyrgðarmaður Mannlífs og mannlif.is er Halldór Kristmannsson. Hann er jafnframt eigandi Birtíngs útgáfufélags ehf, sem gefur út Mannlíf og tímaritin Vikuna, Hús og híbýli og Gestgjafann. Reynir Traustason er ritstjóri Mannlíf og Roald Eyvindsson er útgáfustjóri Mannlíf. Steingerður Steinarsdóttir er ritstjóri Vikunnar og Hanna Arnarsdóttir er ritstjóri Gestgjafans og Hús og Hýbýli. Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags.

 

BIRTINGUR ÚTGÁFUFÉLAG EHF

k.t. 620867-0129
Síðumúla 28 – 108 Reykjavík
Sími: 515 – 5500
[email protected]

Auglýsingar: [email protected]