Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
10.5 C
Reykjavik

Aðalheiður Ósk hættir hjá Vök Baths: „Langar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdarstýra Vök Baths í Fellabæ, hættir í desember og fer á vit nýrra ævintýra.

Austurfrétt segir frá því að auglýst hafi verið eftir nýjum framkæmdarstjóra Vök Baths í Fellabæ en sú sem gengt hefur starfinu undanfarin ár, Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, ætla sér að hasla sér völl bæði suðvestanlands og á Spáni.

Vök Baths er einstaklega fallegur baðstaður í útjaðri Fellabæjar.

Aðalheiður hóf störf sem framkvæmdarstýra hins vinsæla baðstaðar í byrjun árs 2021 en gestafjöldi þann tíma hefur aukist mikið og er yfirstandandi ár metár þegar kemur að fjölda gesta.

„Við erum að fara að takast á við ný ævintýri, meðal annars á Spáni, eftir áramótin þannig að ég hætti hér hjá Vök í desembermánuði. Fram að þeim tíma vona ég að það finnist einhver flottur aðili til að taka við starfinu og það er nóg af góðu, hæfileikaríku fólki hér fyrir austan en það er gert krafa um að viðkomandi sé búsettur hér í fjórðungnum,“ sagði Aðalheiður í samtali við Austurfrétt.

Þegar Aðalheiður fékk starfið 2021, fluttu hún austur og hefur fjölskyldan því rekið tvö heimili síðan þá.

„Ég er að hætta því mig langar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni sem getur verið flókið þegar haldin eru tvö heimili en jafnframt er ég með nokkur járn í eldinum sem ég ætla að takast á við á Spáni. Ég er mjög góð í sölu-, nýsköpun og markaðsþróun þó ég segi sjálf frá og langar að taka mér verkefni á því sviði þarna úti. Ekki svo að skilja að ég ætli alfarið að segja skilið við Austurlandið. Fjölmörg tækifæri hér í ferðaþjónustu og ýmsu öðru og ég vil halda að leggja mín lóð á þær vogarskálar þó ég sé flutt annað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -