Þriðjudagur 18. janúar, 2022
1.8 C
Reykjavik

Algjört neyðarástand á hjúkrunarheimilinu Sundabúð: „Þetta er afskaplega þung staða hjá okkur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði, segir stöðuna þunga í samtali við Austurfrétt.

„Þetta er bara afskaplega þung staða hjá okkur en við höfum þó sem betur fer fengið nokkur viðbrögð við hjálparkallinu.“

Í gærkvöldi fékkst það staðfest að fimm manneskjur, bæði íbúar og starfsólk hjúkrunarheimilisins, hafi smitast af kórónaveirunni, en tekin voru sýni úr 45 einstaklingum sem tengjast heimilinu.

Segir Emma ennfremur að eins og staðan er núna sé það heilmikið púsluspil að halda starfseminni gangandi.

Segir hún að meira en helmingur starfsfólks sé í augnablikinu annað hvort í sóttkví eða kljáist við hefðbundna pest, sem nú er að ganga yfir bænum, það er að segja ekki kórónuveiruna.

„Það er auðvitað illa hægt að þiggja aðstoð frá hinum og þessum því einhver reynsla úr þessum geira er eiginlega lágmark.

- Auglýsing -

Það er hvorki til mannskapur né tími til að þjálfa einhvern nýjan upp í hvelli,“ segir Emma og bætir við:

„Sem betur fer hafa þrír einstaklingar sem unnið hafa við hjúkrun haft samband og boðið fram aðstoð sína, en hér um að ræða einstaklinga sem ekki hafa starfað við þetta lengi vel.

Næsta skref er að funda síðar í dag og reyna að púsla þessu saman svo viðunandi sé, en það er flókið púsl.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -