Sunnudagur 8. september, 2024
7.4 C
Reykjavik

Apple hefur ekki fengið leyfi til að ljósmynda Grindavík: „Enginn hér meðvitaður um þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um þessar mundir er bíll frá tæknifyrirtækinu Apple að keyra um landið. Markmið Apple er að taka myndir af öllum helstu bæjarfélögum landsins til að koma þeim inn í Apple Maps og auðvelda þannig notendum sínum að skoða landið og ná áttum. Slík þjónusta hefur verið í boði hjá Google og Já árum saman.

Vakið hefur athygli að fyrirtækið hyggst mynda Grindavíkurbæ og fleiri bæjarfélög á Suðurnesjum í ágúst og september en eins og Íslendingar vita þá er bærinn lokaður öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlum er einnig leyft að fara inn í bæinn en óvíst er hvort að hægt sé að skilgreina Apple sem fjölmiðil.

Mannlíf hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum til að spyrjast fyrir um áætlanir Apple í Grindavík og athuga hvort fyrirtækið hafi haft samband við embættið. „Þetta hefur ekki borist til lögreglunnar á Suðurnesjum og engin hér meðvitaður um þetta,“ sagði Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Ef slík beiðni berst verður hún skoðuð af aðgerðastjórn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -