Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Arnarlax og Artic Fish undir sama hatti – 124 þúsund tonna aukning á framleiðslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norska fiskeldisfyrirtækið SalMar hefur tryggt sér meirihluta í NTS. Arnarlax og Artic Fish verða undir sama hatti.

Greint var frá því á erlendum vefmiðlum í gær að SalMar hafi tryggt sé samþykki eigenda 50,1% hlutafjár í NTS fyrir yfirtökutilboði sínu. Á mánudaginn hafði verið gert opinbert að fyrirtækið hefði tryggt sér 23,5% stuðning eigenda í NTS og fyrirheit frá öðrum 26,5% til viðbótar. Virðist nú sem SalMar hafi náð að fá endanlegt samþykki þeirra sem höfðu fyrirvara á samþykki sínu.

Samkvæmt frétt Bæjarins besta hefur yfirtakan verið samþykkt og aðeins formsatriði að ganga frá samningunum. Rætist þetta verða vestfirsku laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Artic Fish undir sama hatti og augljóst að rekstur þeirra verði annað hvort felldur saman eða sameinaður.

Í viðtali við laks.no segir Gustav Witzøe stjórnarformaður SalMar, að með þessu bætist við 124 þúsund tonna framleiðsta í Noregi, Skotlandi og á Íslandi. Segir hann ennfremur að SalMar eigi möguleika á að verða jafnstórt og Mowi í Noregi en það er stærsta laxeldisfyrirtæki Noregs en það slátraði 466 þúsund tonnum í fyrra og eiga í þokkabót betri vaxtarmöguleika.

Mowi reyndi einnig að komsta yfir NTS en tilboð SalMar féll betur í kramið hjá hluthöfum NTS.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -