Fimmtudagur 30. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Ástrali ákvað að stoppa við Djúpavog og bíða til kvölds – Nú er myndband hans í erlendum fjölmiðlum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Myndband ástralska ljósmyndarans Jarrod Andrews af norðurljósum yfir nágrenni Djúpavogs hefur vakið heimsathygli.

Samkvæmt Austurfrétt hefur myndbandið, sem tekið er af Jarrod Andrews sem er 36 ára Ástrali en hann ferðaðist um Ísland í febrúar og mars í þeim tilgangi að láta langþráðan draum sinn um að sjá norðurljósin, rætast. Varð honum að ósk sinni á fleiri stöðum en Djúpavogi en varð hann sérstaklega heppinn með norðurljósin yfir Djúpavogi.

Sagðist Jarrod ekki hafa ætlað að staldra við á Djúpavogi en á leið sinni á Mývatn hafi hann keyrt inn í litla vík sem píramídalagað fjall gnæfði yfir. Ákvað hann að stoppa þar og bíða til kvölds. Það reyndist hárrétt ákvörðun þar sem hann fékk ein allra bestu norðurljós ferðarinnar.

Síðan Jarrod birti myndskeiðið hefur það farið ansi víða á samfélagsmiðlum og um það hefur verið fjallað í áströlskum, kínverskum og suður-amerískum fréttamiðlum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -