Sunnudagur 5. desember, 2021
0.8 C
Reykjavik

Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur lækkað um 17 prósent á átta mánuðum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Í byrjun ársins 2021 var atvinnuleysið á Suðurnesjum 26% á meðan heildaratvinnuleysi á landinu öllu var 12,8%. Á bak við töluna 26% voru 3.871 einstaklingar, fleiri konur voru atvinnulausar en karlar og aðeins fleiri atvinnuleitendur voru með erlent ríkisfang en íslenskt,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, og bætir við:

 

„Ríkisstjórnin setti á fót átakið „Hefjum störf“ og úthlutaði því verkefni til Vinnumálastofnunar í mars á þessu ári með það markmið að minnka atvinnuleysi á landinu í kjölfar COVID-19-faraldurins sem hafði neikvæð áhrifa á fjölda starfa í boði. Staðan í ágústlok var þessi: 2.232 ráðningarstyrkir hafa verið gerðir 758 samningar voru gerðir á forsendum „Hefjum störf“-reglugerðarinnar 113 fóru í úrræðið „Nám er tækifæri“

 

Hún nefnir að „atvinnuleysi mældist 9,7% á Suðurnesjum í lok ágúst 2021 og á landinu 5,5%. Í lok september voru tölurnar 9,1% á Suðurnesjum og 5,1% á landinu öllu.“

Heldur áfram:

- Auglýsing -

„Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur því lækkað um tæp 17% á átta mánuðum. Það er ljóst að samstillt átak Vinnumálastofnunar, atvinnurekanda, sveitarfélaga og félagasamtaka hefur skilað sér í minnkuðu atvinnuleysi og nú reynir á hverju fram vindur þegar átakið „Hefjum störf“ líður undir lok í árslok 2021,“ segir hún og bætir við:

 

„Enn verður opið fyrir umsóknir út þetta ár þannig að unnt er að ráða fleiri inn til 30. desember sem  halda þá vinnu út mitt ár 2022. Sótt er um í gegnum „mínar síður“ á heimasíðu stofnunarinnar. Starfsfólk Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum hefur staðið sína vakt með sóma við afar krefjandi aðstæður og vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa tekið þátt í verkefninu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -