Laugardagur 30. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Axel Ó lokar eftir 64 ára rekstur – Fullt út úr dyrum síðustu dagana

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hin ástsæla verslun Axel Ó í Vestmannaeyjum verður brátt lokað eftir 64 ára rekstur.

Fréttavefurinn Tígull.is segir frá því að senn loki verslunin Axel Ó í Vestmannaeyjum eftir 64 ára farsælan rekstur. Bára Magnúsdóttir hefur rekið verslunina ásamt syni sínum Magnúsi Steindórssyni frá árinu 2000.

Í frétt Tíguls segir að rýmingasala standa nú yfir og að gríðarlega mikið hafi verið að gera, svo mikið að fullt hefur verið út úr dyrum. Í áratugi hefur Axel Ó boðið upp á vandaðan og flottan fatnað og skó, svo nú er hægt að gera góð kaup, samkvæmt Tígli. Bára ætlar að hafa opið út næstu viku en mikið hefur gengið á birgðir verslunarinnar síðustu daga.

Litla Skvísubúðin verður færð á Bárugötuna og mun vera með eitthvað brot af vörunum sem Axel Ó hefur selt í gegnum árin.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -