Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bæjarstjórn Vestmannaeyja: „Óforsvaranlegt að 4500 íbúa samfélag búi við jafnskertar samgöngur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræddi stöðuna í samgöngumálum  milli lands og Eyja á nýlegum fundi. Ítrekar stjórnin kröfu sína að ríkið styðji við áætlunarflug til Eyja enda séu samgöngumál í lamasessi milli lands og Eyja.

Samkvæmt Eyjafrettir.is var lögð eftirfarandi sameiginleg bókun bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir miklum vonbrigðum með núverandi stöðu samgangna við Eyjar. Öllum er ljóst að Herjólfur III hentar ekki vel til siglinga í Landeyjahöfn en þrátt fyrir það útvegaði Vegagerðin skipið til afleysinga fyrir nýja Herjólf. Á sama tíma er ekkert flug til Vestmannaeyja og sú staða hefur komið upp að engar samgöngur voru í boði við Vestmannaeyjar. Slíkt er óásættanlegt.

Þessum áhyggjum hefur ítrekað verið komið á framfæri við innviðaráðherra síðastliðna mánuði, en þrátt fyrir það hefur ekkert orðið af flugi til Vestmannaeyja, en vonir voru sérstaklega bundnar við sértæka aðgerð m.a. á meðan nýi Herjólfur væri í slipp.

Bæjarstjórn ítrekar enn og aftur þá kröfu að ríkið styðji við að koma áætlunarflugi aftur á laggirnar til Vestmannaeyja. Það er óforsvaranlegt að 4500 íbúa samfélag búi við jafnskertar samgöngur og raun ber vitni. Í raun hafa hagstæð veðurskilyrði undanfarnar vikur komið í veg fyrir ófremdarástand.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -