Fimmtudagur 30. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

Bíll með 37 farþega festist á Geitlandi: „Það getur alltaf komið fyrir að bílar festist á jökli“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í gær festist bíll í krapi með 37 farþega á Geitlandi en hópurinn var á leið upp á Langjökul. Öryggisbíll sem fylgdi hópnum, festist einnig.

Skessuhorn segir frá málinu í dag. Þar kemur fram að bíllinn sé frá ferðaþjónustufyrirtækinu Into the glacier og að hann hafi verið á ferð upp í ísgöng í Langjökli í gær, með 37 ferðamenn og leiðsögufólki þegar hann festir í krapa í Geitlandi. Hefur Skessuhorn eftir Birgittu Björgu Jónsdóttur rekstrarstjóra Into the glacier, að öryggisbíll sé alltaf hafðu með í för í slíkum ferðum. Hann hafi hins vegar einnig fest sig.

Var þá brugðið á það ráð að hringja eftir þriðja bílinn til að sækja farþegana. „En sá var á leið niður með farþega og því var bið eftir honum,“ sagði Birgitta við Skessuhorn og bætti því við að lögreglu hafi verið gert viðvart um stöðuna. Sagði hún enga hættu hafi skapast enda veðrið gott og bílarnir vel búnir. „Í samráði við lögreglu var ákveðið að kalla út björgunarsveitir í nágrenninu klukkan 21 þar sem búist var við versnandi veðri,“ sagði Birgitta og bætti því við að á svipuðum tíma hafi öryggisbíllinn losnað og farþegar ferjaðir yfir í þriðja bílinn og því hægt að leggja af stað til byggða. Var björgunarsveitin afturkölluð um klukkan 22:00.

„Við komuna í Húsafell var farþegum boðið upp á áfallahjálp sem enginn þáði,“ sagði Birgitta og sagði ennfremur að farþegarnir hefðu fengið upplýsingar um það hvernig ætti að bera sig að ef óskað yrði eftir hjálp síðar. „Í samræmi við öryggisreglur okkar metum við alltaf aðstæður áður en haldið er af stað. Það var ekki ófært í gær en það getur alltaf komið fyrir að bílar festist á jökli. Við erum með frábært starfsfólk og í góðu sambandi við viðbragðsaðila, sem við erum þakklát fyrir, sagði Birgitta að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -