Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Borgandi gestir Kersins þurfa ennþá að kúka úti: „Erum að vinna að því að hanna þjónustuhús“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgandi gestir Kersins geta ekki ennþá gert þarfir sínar á svæðinu án þess að skila þeim beint til móður náttúru þrátt fyrir að gjaldtaka hafi verið á svæðinu undanfarin 11 ár.

„Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ sagði Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, við Vísi um málið en Arctic Adventures keypti Kerið fyrir ónefnda upphæð í fyrra.

Ásgeir segir einnig að margt standi til að gera á svæðinu annað en að byggja salerni og nefnir hann stígaviðhald og stækkun á bílastæði sem dæmi. Ásgeir vildi ekki svara hvort það stæði til að taka bílastæðagjald við Kerið.

Fyrrverandi eigendur Kersins hafa talað opinberlega að reksturinn hafi gengið vel en þeir keyptu Kerið á tíu milljónir króna árið 2008 en ljóst er Artic Adventure hafi greitt talsvert hærri upphæð fyrir náttúruundrið. Ásgeir vildi ekki heldur ræða kaupverðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -