Þriðjudagur 25. janúar, 2022
4.8 C
Reykjavik

Brennuvargurinn á Selfossi náðist á mynd

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Undanfarnar vikur hefur brunavargur gengið laus á Selfossi  en hefur hann sérhæft sig í að kveikja í ruslagámum. Síðast kveikti hann í ruslagámi við Vefjuna við Tryggvagötu og stuttu síðar í ruslagámi við Vallaskóla.

Samkvæmt frétt sunnlenska.is, sést aðili í eftilitsmyndavélum, í blárri úlpu, svartri hettupeysu, dökkum buxum og dökkum skóm með hvítri rönd koma eftir Bankavegi kl. 2:33, fara inn á Sólvelli, stoppa í stutta stund við inngagninn að íþróttahúsinu en halda svo áfram þar til hann kemur að gámnum sem staðsettur er á milli íþróttahússins og sparkvallarins og kveikja í innihaldi gámsins. Hleypur svo brunavargurinn af vettvagni austur Sólvelli.

Á næstunni mun lögreglan byrja á að sýna öllum lögreglumönnum myndbandið en ef enginn kannast við hann, reiknar hún með að birta myndir í fjölmiðlum í þeim tilgangi að upplýsa um hver hann er.

Þrátt fyrir að einhver kunni að telja það saklaus iðja að kveikja í ruslagámi, telur lögreglan það ljóst að hætta af íkveikjum sem þessum geti verið gríðarleg. Því óskar lögreglan á Suðurlandi eftir upplýsingum frá hverjum þeim sem vitað geta eitthvað um málið.

Sjá einnig: Ítrekaðar íkveikjur á Selfossi – Brunavargur stundar ruslagámabrennslu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -