Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Dómi Landsréttar að vænta í máli skotmannsins á Héraði – Ágreiningur um frásögn lögreglunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vænta má dóms Landsdóms í skotárásarmálinu á Egilsstöðum, eftir tvær vikur en málið var flutt fyrir dómnum í vikunni.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að hinn ákærði, Árnmar Guðmundsson hafi skotið málinu til Landsdóms síðastliðið vor eftir að hafa verið dæmdur í átta ára fangelsi af Héraðsdómi Austurlands. Var hann sakfelldur af helstu ákæruatriðum, meðal annars tveimur tilraunum til manndráps. Neitaði hann því bæði fyrir Héraðsdómi og Landsdómi.

Skotárásin gerðist að kvöldi 26. ágúst í fyrra. Dæmdi Héraðdómur Árnmar fyrir að hafa ógnað þáverandi sambýliskonu sinni með skammbyssu á heimili þeirra í Fellabæ. Eftir það keyrði hann yfir í Egilsstaði að húsi barnsföður sambýliskonunnar þar sem hann réðist inn í húsið með hlaðið skotvopn. Árnmar sagði fyrir rétti hafa ætlað að hræða manninn sem reyndist ekki heima. Synir hans tveir voru það hins vegar en þeim tókst að sleppa út en Árnmar skaut tvisvar sinnum úr byssu sinni í húsinu. Lögreglan mætti á svæðið fljótlega og varð um klukkutíma umsátur við húsið þar til Árnmar kom í dyragætt hússins og skiptist á skotum við lögregluna allt þar til lögreglan hæfði hann í kviðinn. Var hann fluttur með flýti með flugi á bráðamóttökuna í Reykjavík þar sem tókst að bjarga lífi hans.

Fram kemur í fréttum Fréttablaðsins og Mbl.is af réttarhöldum vikunnar að engin ný gögn hafi verið lögð fram í Landsrétti. Á miðvikudaginn voru spilaðar upptöku af vitnaleiðslu fyrir héraði en málið var flutt munnlega í gær af ákæruvaldi og verjanda.

Helsti ágreiningurinn snýr að frásögn lögreglumannsins sem skaut Árnmar, líkt og í héraði en tækniskýrslur lögreglunnar sýndu að hann hefði staðið á öðrum stað en hann hefði talið sig hafa staðið. Í greinargerð hljóðsérfræðings bendir einnig til þess að sú staðhæfing að Árnmar hafi skotið fyrst eigi ekki við rök að styðjast, heldur hafi þeir skotið á sömu millisekúndunni. Árnmar hefur haldið því fram að hann hafi alls ekki ætlað sér að hæfa lögregluna, heldur hafi hann ætlað að láta hana skjóta sig.

Ákæruvaldið sagði í gær að það teldi 8-10 ár vera hæfilegan dóm fyrir slíkan verknað en verjandi Árnmars benti þó á að hann hefði sýnt mikla iðrun og að hann hefði verið fluttur yfir á Kvíabryggju eftir að hafa sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í fangelsinu á Hólmsheiði.

- Auglýsing -

Austurfrétt spurði skrifstofu Landsréttar um það hvenær megi vænta niðurstöðu í dómnum. Svarið var það að dómur skuli liggja fyrir eins fljótt og hægt er eftir aðalmeðferð en þó ekki seinna en fjórum vikum eftir hana. Ef ekki þurfi jafnvel að endurtaka hluta málflutningsins. Síðasta dómsuppkvaðning Landsréttar á árinu verður eftir tvær vikur og má því búast við því að dæmt verði í málinu í síðasta lagi 16. desember.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -