Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Ekkert Eistnaflug í ár: „Okkar markmið hefur alltaf verið að skemmta ykkur með besta þungarokkinu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þungarokkshátíðin Eistnaflug verður ekki haldin í Neskaupsstað þetta árið. Að sögn skipuleggjara markar þetta þó ekki endalok hátíðarinnar.

Austurfrétt segir frá tilkynningu sem skipuleggjendur hátíðarinnar sendu frá sér á Facebook í gær. Kemur þar fram að eitt og annað hafi verið reynt til að koma hátíðinni á koppinn í ár en ýmislegt hafi komið í veg fyrir það en flest sé beint eða óbeint afleiðingar af Covid-faraldrinum.

Í tilkynningunni er skýrt tekið fram að einungis sé um hlé og andrými að ræða. Nýta á hléið til að endurskoða vinnuferla og skipulag. Þar kemur einnig fram að áfram verði unnið í að endurnýja hátíðina og gera hana enn betri en hún hefur verið. Þá muni tónleikaröð í Reykjavík halda áfram.

„Okkar markmið hefur alltaf verið að skemmta ykkur með besta þungarokkinu og að halda eina bestu hátíð Íslands, þar sem allir eru jafnir og eins og fjölskylda! Við munum snúa aftur! 2024 mun vera sturlað ár!“

Eistnaflug byrjaði sem lítil, eins dags þungarokkshátíð árið 2005 en hefur stækkað ört síðan en hún hefur vakið athygli fyrir það hversu vandræðalaus hún hefur verið, nánast engin ofbeldisbrot hafa komið upp frá upphafi hátíðarinnar en mottó hennar er „Ekki vera fáviti“.

Hún féll niður 2020 og 2021 vegna Covid-faraldursins en var haldin í fyrra.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -