- Auglýsing -
Allt skólahald hefur verið fellt niður í Eskifjarðarskóla í dag eftir að starfsmaður skólans greindist með Covid smit.
Samkvæmt Austurfrétt eru nemendur sem og starfsmenn skólans hvattir til að taka PCR próf í dag. Opið er á heilsugæslunni á Reyðarfirði milli 12 og 13.
Er fólk beðið um að halda sig heima fyrir þar til niðurstaða liggur fyrir sem ætti að vera seinna í kvöld.
Nýgengi smita á Íslandi er nú 472,9 og staðfest smit á landinu öllu eru 18.642 talsins. Á Austurlandi eru nú 20 í einangrun og 47 í sóttkví. Sú tala hækkar sjálfsagt í ljósi smitsins á Eskifirði.