Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Enn eitt körfuknattleiksliðið sendir út neyðarkall – Nú er það Skallagrímur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi berst nú fyrir tilvist sinni, en boðað hefur verið til neyðarfundar.

Þar verður rætt um vandamál sem komið er upp hjá félaginu, en svo gæti farið að Skallagrímur þurfi að draga sig úr keppni á Íslandsmótinu.

Er þetta þriðja körfuknattleiksliðið úti á landi sem sendir út neyðarkall, á stuttum tíma.

Fyrir stuttu birti Mannlíf fréttir af neyðarkalli frá körfuknattleiksdeildum Vestra á Ísafirði og Snæfelli, Stykkishólmi. Vandamál Skallagríms er af svipuðu meiði og hinna tveggja, skortur á sjálfboðaliðum og fjármagni.

Sjá einnig: Snæfell sendir út neyðarkall: „Þá er næst á dagskrá að leggja niður deildirnar“
Sjá einnig: Neyðarástand hjá Vestra: „Óskastaða ef hægt væri að greiða öllum laun fyrir sín störf“

Neyðarkallið birtist á Facebookvegg Skallagríms fyrir stundu en þar segir að tilvera Skallagríms hangi á bláþræði:

- Auglýsing -

„Nú er svo komið að deildin stendur frammi fyrir þeirri áskorun að ef ekki tekst að fá liðsauka að sjálfboðaliðastarfi og fjáröflun blasir sú staða við að nauðsynlegt verður að draga lið Skallagríms úr keppni.“

Þá segir að stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagrím telji mikilvægt að leita allra leiða áður en slík afdrífarík ákvörðun yrði tekin.

Kvennalið Skallagríms mætir Keflavík í 1. umferð úrvalsdeildarinnar á morgun. Skallagrímur varð bikarmeistari kvenna í fyrra og endaði í 6. sæti Domino’s deildarinnar á síðasta tímabili. Karlaliðinu hefur ekki byrjað vel í 1. deildinni; liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

- Auglýsing -

„Boðað er því til neyðarfundar með íbúum, stuðningafólki körfunnar og öðrum sem með einhverjum hætti hafa vilja til að koma að því að bregðast við þeirri krísu sem nú blasir við,“ segir ennfremur í neyðarkallinu á Facebook.

Kemur þar fram að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 7. október klukkan 20:00 í sal Grunnskóla Borgarness.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -