Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Enn og aftur vandræðagangur í innanlandsflugi – Skortur á vélum og tæknileg atriði sögð ástæðan

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Undanfarnar vikur hefur enn og aftur borið á ítrekaðar seinkanir á flugi innanlands. Upp hafa komið bilanir sem sinna flugina hjá Icelandair.

Samkvæmt Austurfrétt er grundvöllur vandræðanna sá að önnur af stærri vélum flugfélagsins hefur ekkert getað flogið síðustu vikur. Samkvæmt Flightradar á hún að fara aftur í áætlun seinni partinn í dag og taka flugið til Egilsstaða í kvöld.

Vandræði með fleiri vélar hafa bæst við þetta en morgunflugi til Egilsstaða á laugardaginn var aflýst. Þá kom Boeing 737 MAX þota austur það kvöld til að vinna upp vandræðin.

Austurfrétt skoðaði áætlanir Icelandair aftur í tímann á Flightradar og sá að undanfarna viku hafa reglulega orðið talsverðar tafir á flugi. Til að mynda var tveggja tíma seinkun allan föstudaginn og í gær varð meira en klukkustundar seinkun á miðdegisvél. Þá hafa verið tafir á fleiri flugleiðum innanhalds sem og til Grænlands.

Upplýsingafulltrúi Icelandair svaraði fyrirspurn Austurfréttar og segir að flugvélaskortur hafi komið upp annað slagið síðustu daga, eins og á laugardagsmorgunn. Ástæðan er bæði reglubundið viðhald og tæknileg atriði sem komið hafa upp með litlum fyrirvara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -