Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Fjarðabyggð þegir um svarta skýrslu um slökkviliðið – Enn bólar ekkert á yfirlýsingu um málið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjarðabyggð virðist enn ekki hafa brugðist við svartri skýrslu Attentus ehf en fyrirtækið rannsakaði ásakanir um einelti og kynferðislega áreitni yfirmanna slökkviliðs Fjarðabyggðar.

„Fjarðabyggð hefur nýlega fengið í hendur skýrslu sem snýr að starfsmannamálum stofnunar innan Fjarðabyggðar. Enn er verið að rýna niðurstöðurnar og málefnið er því ennþá til vinnslu. Að svo stöddu getur Fjarðabyggð því ekki tjáð sig um niðurstöður skýrslunnar. Yfirlýsingu er að vænta fljótlega í kjölfar þess að niðurstöðurnar hafa verið rýndar.“ Svo hljóðar svar Fjarðabyggðar við fyrirspurn Mannlífs þann 14. apríl síðastliðinn. En hvergi bólar á yfirlýsingunni sem var að vænta fljótlega samkvæmt svarinu. Mannlíf sendi spurningar fyrir helgi á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins en hefur enn ekkert svar fengið. Tölvupósturinn frá Mannlíf hljóðaði svo:

„Þú sagðir í fyrra svari þínu til mín þann 14. apríl að vænta væri yfirlýsingar frá Fjarðabyggð fljótlega eftir að skýrslan um Slökkviliðið hafi verið skoðuð. Nú er næstum því mánuður liðinn frá svarinu en enga yfirlýsingu hef ég séð frá Fjarðabyggð. Er búið að rýna í skýrsluna? Hefur einhver ákvörðun verið tekin í kjölfarið, hvað varðar stjórnendur slökkviliðsins eða annað sem tengist skýrslunni? Mun aðstoðarslökkviliðsstjórinn fá starf sitt aftur? Mun slökkviliðsstjórinn halda sínu starfi? Verða þolendur þeirra beðnir afsökunar?“

Aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar er sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart tveimur karlkyns undirmönnum sínum. Annar þeirra fór í veikindaleyfi í kjölfarið og hefur ekki komist til vinnu í ár. Slökkviliðsstjórinn er meðal annars sakaður um einelti á vinnustað. Aðstoðarslökkviliðsstjórinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er aðstoðarslökkviliðsstjórinn enn í leyfi en hefur ekki verið sagt upp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -