Fimmtudagur 30. mars, 2023
6.8 C
Reykjavik

Fleiri stíga fram vegna plássleysis á sjúkrahótelum á Akureyri: „Hefur neikvæð andleg áhrif“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kona frá Austurlandi sem þarf að fæða barn sitt á Akureyri, kemst hvergi að á sjúkrahótelum. Er þetta annað dæmi á stuttum tíma sem upp kemur um plássleysi sjúkrahótela á Akureyri.

Sjá einnig: Rannveig á að eiga á Akureyri í sumar en fær ekki inn á sjúkrahótelum: „Ég er svo reið og sár“

„Ef ekki væri fyrir náð og miskunn vinafólks foreldra minna á Akureyri þá værum við bara í hörmulegum málum þegar okkar fyrsta barn á að koma í heiminn,“ segir Guðgeir Einarsson á Egilsstöðum í samtali við Austurfrétt.

Um miðjan ágúst eiga Guðgeir og kona hans, Ragna Lind Ríkarðsdóttir von á barni sínu en vegna þess að meðganga Rögnu flokkast sem áhættumeðganga er aðeins í boði fyrir þau að fæða á Akureyri eða í Reykjavík en ekki á umdæmissjúkrahúsinu í Neskaupsstað eins og þau vonuðu.

„Okkur var gert ljóst  að þar sem um áhættumeðgöngu er að ræða og sykursýkismeðgöngu sömuleiðis gætum við ekki átt barnið í fjórðungnum okkar hér fyrir austan. Okkur var gert að fæða barnið fyrir sunnan eða norðan og af tvennu slæmu þá völdum við Akureyri en komumst fljótt að því að þar er enga gistingu að hafa. Hvorki á sjúkrahótelum né heldur í íbúðum stéttarfélaga. Við könnuðum málið hjá einum sjö mismunandi stéttarfélögum en allt var uppbókað.“

Guðgeir segir í samtali við Austurfrétt að meðgangan gangi vel og tilhlökkunin sé mikil hjá þeim að eignast sitt fyrsta barn. Vandræðin við að redda gistingu hafi þó skyggt á gleðina.

- Auglýsing -

„Okkur langaði bæði að eignast barnið í þeim landsfjórðungi þar sem við búum en í staðinn þurfum við til Akureyrar og burtséð frá húsnæðisvandræðum þá er þetta alls ekki boðleg heilbrigðisþjónusta. Á Akureyri verðum við ein og fjarri vinum og ættingjum sem auðvitað hefur neikvæð andleg áhrif á einhverri mestu gleðistund sem nokkur manneskja getur átt. Mér er mikið til efs að barnshafandi mæður fyrir sunnan myndu sætta sig við svona þjónustu.“

Er Austurfrétt spurði Guðgeir hvort starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi ekki hjálpað þeim við að skipuleggja ferðina norður, svaraði hann því til að sú hjálp hafi falist í að benda þeim á sjúkrahótel og íbúðir í eigu stéttarfélaga.

„Ég vil ekki lasta starfsfólkið neitt enda ekki þeim að kenna að svona er staðan en þau gáta bara bent okkur á hluti sem við vissum fyrir. Mér finndist einhvern veginn eðlilegt að ef fólk má ekki eiga börn í sínu nærumhverfi og sé beinlínis sent langt í burt í sjálfsagða heilbrigðisþjónustu þá eigi skilyrðislaust að bíða húsnæði á þeim stað. Fólk á ekki að þurfa að fara á taugum við að redda sér húsnæði lengst í burtu í ofanálag við allt annað kringum meðgöngu.“

- Auglýsing -

Mannlíf hefur sent fyrirspurnir á heilbrigðisráðuneytið um skort á gistiplássi fyrir fólk sem þarf að sækja heilbrigðisþjónustu á Akureyri og mun fjalla um svör ráðuneytisins, berist þau á annað borð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -