Miðvikudagur 27. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Flogið beint frá Egilsstöðum til Tenerife í júlí: „Vonumst eftir að Austfirðingar og fylli vélina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boðið verður upp á beint flug frá Egilsstöðum til Tenerife í júlí, á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar. Ef vel tekst til, er möguleiki á fleiri ferðum samkvæmt framkvæmdarstjóra ferðaskrifstofunnar.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að boðið verður upp á leiguflug frá Egilsstöðum 10. júlí og til baka tíu dögum síðar. Ferðin er svokölluð pakkaferð, með flugi og gistingu. „Við erum með sömu gistimöguleika á og í öðrum ferðum okkar til Tenerife, allt frá íbúðagistingu upp í fimm stjörnu hótel. Ef hópar eða stórfjölskyldur eru að ferðast saman þá veitum við aðstoð við að finna gistingu sem hentar. Það er því óhætt að senda okkur línu ef fólk sér ekki strax möguleika sem hentar því,“ segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrval Útsýnar.

Segir hún Úrval Útsýn vilji kanna ferðahug Austfirðinga og annarra úr nánasta umhverfi fyrir beinu flug. „Það felst meira púsluspil í ferðum sem þessum fyrir okkur en við viljum prófa hvort það sé markaðurinn. Við vitum að NiceAir hélt uppi reglulegu flugi til Tenerife.
Ef þessi ferð gengur vel þá erum við til í að skoða fleiri ferðir frá Egilsstöðum. Flug frá fleiri flugvöllum byggist upp ef heimafólk nýtir sér það og við vonumst eftir að Austfirðingar og nágrannar fylli vélina.“

Nú þegar er sala á ferðina hafin en er hún með þeim forsendum að næg þátttaka náist. Þórunn segist eiga von á að það skýrist fljótlega hvort áhuginn sé nægur svo ferðin verði að veruleika.

Er Austurfrétt spurði Þórunni hvort veðrið fyrir Austan verði það gott í sumar að Austfirðingar hafi lítið í Spánarsól að sækja, svaraði hún kímin: „Mér heyrist að það sé það mikil ásókn í gistingu á Austurlandi á þessum háannatíma þannig að það sé gott að einhverjir fari að heiman í smá tíma!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -