Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Fólksflutningarnir miklu á nýjum söguvef í tilefni af fimmtugsafmæli Heimaeyjargossins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 23. janúar 2023 verða liðin 50 ár frá því að rúmlega 5000 íbúar Vestmannaeyja urðu að flýja bæinn sinn. Eldgos var hafið örskotslengd frá sjálfri byggðinni á Heimaey.

Um miðja nótt streymdi fólk niður að höfn og fór um borð í 52 báta sem fluttu stærsta hluta íbúanna til Þorlákshafnar. Aðrir voru fluttir á brott flugleiðs en sumir urðu eftir við skyldustörf.

Siglingin til Þorlákshafnar með þúsundir manna er stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar. Þessa verður minnst með veglegum hætti á afmælisárinu 2023. Þar ber einna hæst að opnaður verður söguvefur þar sem rekja á upphaf gossins, sögu flóttans og þess sem á dagana dreif í stórum dráttum árin 1973 og 1974.

Heimaeyjargosið er saga hörmunga, eyðileggingar og óvissu en líka saga baráttu þar sem sigrar unnust. Úr öskunni reis Vestmannaeyjabær öflugri en fyrr.

Björgunarafrek sjómanna og útgerðarmanna gosnóttina er meginstefið í ómetanlegu verki Ingibergs Óskarssonar, 1973-Allir í bátana. Ingibergur skráði hver fór frá Eyjum með hvaða bát ásamt heimilisfangi í Vestmannaeyjum og fæðingarári og gerði öllum aðgengilegt á sérstökum vef.

Ekki vantar mikið upp á hringnum sé lokað en Ingibergur taldi sig kominn á endapunkt. Framseldi hann verkefnið Ómari Garðarssyni og Atla Rúnari Halldórssyni haustið 2021. Þeir ætla að taka upp þráðinn og auka verulega við enda af nógu er að taka. Margar eru sögurnar og ótal angar málsins teygðu sig víða um íslenskt samfélag – og til annarra ríkja líka.

- Auglýsing -

Við hæfi er að greina frá verkefninu í dag, 23. janúar 2022, þegar 49 ár eru liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Frekari kynning er áformuð á Goslokum í sumar, 2022.

Gert er ráð fyrir að fyrri áfangi nýja verkefnisins birtist á Vefnum gosdaginn 23. janúar 2023 en verkefnið í heild verði opinberað á Goslokahátíð í júlí 2023.

Ómar og Atli Rúnar hafa fengið til liðs við sig öflugan hóp fólks til að vinna efni fyrir nýja söguvefinn og setja hann upp. Með þeim í verkefnisstjórn eru Guðrún Erlingsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Helga Hallbergsdóttir. Sérlegur ráðgjafi er Páll Zóphóníasson tæknifræðingur Vestmannaeyjabæjar á gostímanum og síðar bæjarstjóri í Eyjum. Sæþór Vídó er vefhönnuður. Kári Bjarnason og Sigurhanna Friðþórsdóttir eru tengiliðir fyrir hönd Safnahússins sem er aðili að verkefninu. Fyrir liggur að nýi vefurinn verði vistaður hjá Safnahúsinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -