Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Fundu óþekktar lífverur í Fáskrúðsfirði: „Erum nú að reyna að kanna þær og greina“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þýskur líffræðingur hefur fundið áður óþekktar lífverur í Fáskrúðsfirði.

Marco Thines er þýskur líffræðingur en hann keypti jörðina Neðri-Vík á síðasta ári. Jörðin er utarlega í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Með honum er eiginkona hans, Ichen Tsai sem einnig er líffræðingur og nýdoktornum Anthony Buaya. Austurfrétt tók við hann viðtal og kom þar ýmislegt fróðlegt fram.

Á Neðri-Vík áformar Marco og samstarfsaðilar hans rannsóknir er tengjast loftslagsbreytingum og hafa þau komið sér upp síritandi mælikvörðum. Nú þegar hafa komið ansi merkar niðurstöðu því hópurinn fann lífverur sem ekki hafa fundist áður í heiminum.

„Við höfum lagt áherslu á að skoða sníkjur sem lifa á þangi og kísilþörungum. Við höfum tekið sýni til að komast að því hvaða þörungar lifa í firðinum. Í þessum sýnum höfum við séð lífverur sem aldrei hefur verið lýst áður. Við erum nú að reyna að kanna þær og greina hvaða ættkvísl þær tilheyra. Við höfum líka séð kunnuglegar tegundir sem ekki hafa áður fundist á norðurslóðum.“

Þegar hafa hjónin sent inn grein til birtingar í vísindatímariti um þessi óþekktu sníkjudýr sem lifir á þörungum í landi Neðri-Víkur. Latneska heitið á dýrinu dregur nafn af fundarstaðnum en það er „Pontisma blauvikiense“ en Marco lét nýlega breyta nafni jarðarinnar í Blávík.

„Það þurfti að aðgreina jörðina betur og okkur fannst þetta fallegra nafn, víkin hér fyrir neðan er blá og falleg að sjá,“ segir hann í viðtali Austurfréttar, um nýja staðarheitið.

- Auglýsing -

Segir Marco að þó að tegundin sé ekki stór eða aðeins um 50 míkrómetrar að stærð, þá geti hún haft mjög mikil áhrif í kringum sig. Þá sé lífveran einnig forvitnileg að því leyti að pontisma-ættkvíslin lifi oftast á rauðþara en þessi tegund lifir á brúnþara.

Um tegundina, sem fannst einmitt í víkinni beint niður af íbúðarhúsinu, segir Marco að þótt hún sé ekki stór, um 50 míkrómetrar að stærð, þá geti hún haft mikil áhrif í kringum sig. Veran sé líka forvitnileg þegar þar sem pontisma-ættkvíslin lifi yfirleitt á rauðþara en þessi hafi fundist á brúnþara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -