Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Fyrsta Regnbogahátíðin á Austurlandi: „Vonum að sem flestir komi og taki þátt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Regnbogahátíð hinsegin fólks á Austurlandi verður haldin á morgun en það er í fyrsta skipti sem slík hátíð er haldin á Austurlandi. Félagið Hinsegin Austurland stendur fyrir hátíðinni en klukkan 17 verður dagskráin formlega sett á planinu við Hús Handanna á Egilsstöðum.

„Við gerðum þetta reyndar í fyrra en það var bara fyrir stjórnina og vini en nú förum við alla leið og vonum að sem flestir komi og taki þátt,“ segir Tara Tjörvadóttir, formaður Hinsegin Austurlands í samtali við Austurfrétt.

„Þaðan förum við saman að göngustíg við Landsbankahúsið þar sem við höfum fengið leyfi til að mála regnbogalitina á gangstéttina. Það gerum við saman og leyfum öllum að grípa í pensil sem vilja. Að því loknu hefst gangan sjálf upp Fagradalsbraut og alla leið inn í Tjarnargarðinn. Þar verður ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna auk þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra flytur ávarp auk annarra. Svo lokar Daníel Arnarsson, söngvari, dagskránni með gleðibombu,“ bætti Tara við.

Segir Tara ennfremur að félagið ætli sér aukreitis að vera með dagskrá samhliða LungA á Seyðisfirði um helgina og standa vonir til að Hinsegin Austurland verði einnig með dagskrá á Fáskrúðsfirði helgina 22-24 júlí en er að ekki alveg frágengið að því er fram kemur á vef Austurfréttar.

Fram kemur í fréttinni að gleðigöngu hafi farið fram undanfarin ár á Seyðisfirði á sama tíma og Gay Pride í Reykjavík en slík ganga hefur ekki verið haldin áður á Egilsstöðum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -