Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Fyrsta skólahreystisbraut Suðurlands vígð við hátíðlega athöfn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta skólahreystisbraut Suðurlands var vígð á dögunum við hátíðlega athöfn við Víkurskóla í Mýrdal. Markar brautin áframhaldandi uppbyggingu fjölbreyttari möguleika til eflingar heilsu og til afþreyingar í sveitarfélaginu.

Fram kemur í frétt sunnlenska.is að Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri hafi ávarpað viðstadda og þakkaði hann styrktaraðilum sem hlut áttu í að verkefnið varð að veruleika. Það var Víkurskóli sem hélt utan um söfnun styrkja er bárust jafnt frá fyrirtækjum sem og einstaklingum. Síðan lagði Mýrdalshreppur til það sem vantaði upp á og sá um frágang og gerð girðingar við brautina.

Björn Þór og Björn Vignir vígja brautina formlega. Ljósmynd: Mýrdalshreppur

Oddviti Mýrdalshrepps, Björn Þór Ólafsson og Björn Vignir Ingason, formaður nemendaráðs Víkurskóla, klippu að lokum á borða og vígðu þannig brautina formlega.

Af þessu tilefni kom sjálfur Andrés Guðmundsson sem stofnaði Skólahreysti, til Víkur og kynnti viðstöddum brautina. Lýsti hann einnig frumraun nemenda Víkurskóla sem fór að sögn sunnlenska, með glæsibrag í gegnum brautina.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -