Fimmtudagur 8. desember, 2022
-4.2 C
Reykjavik

Fyrsti rafmagnslögreglubíll landsins tekinn í notkun: „Kjör aðstæður fyrir rafmagnsbíla “

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrsti 100% rafknúni lögreglubíllinn er kominn á göturnar í Vestmannaeyjum.

Eyjafréttir sögðu frá því í dag að Blue Car Rental ehf og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hafi nýverið gert með sér samning um fyrsta 100% rafbílinn á Íslandi sem lögreglan notar í útköll en bíllinn er skráður í neyðarakstur, er merktur og með tilheyrandi búnaði. Um er að ræða tilraunaverkefni af hálfu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum en bíllinn er af tegundinni Mercedes-Benz EQB 300, 4MATIC, Pure árgerð 2022. Segir í Eyjafréttum að víst þyki að önnur lögregluembætti á landinu lítið verkefnið hýru auga í ljósi þess að markmið ríkisstofnanna sé að auka hlut bifreiða sem ganga fyrir umhverfisvænni orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti.

Sævar Sævarsson afhendir óhannes Ólafsson, yfirlögregluþjóni bíllyklana.

Kveðst Grímur Hergeirsson lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, vera ánægður með að vera kominn með bílinn í hendurnar. “Við hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum höfum líkt og aðrar ríkisstofnanir verið að vinna í Grænu skrefunum og tókum nú ákvörðun um að skipta öðrum af tveimur útkallsbílum okkar alfarið yfir í rafmagn. Við teljum að hér í Eyjum séu kjör aðstæður fyrir rafmagnsbíla og bindum vonir við að nýi bíllinn muni reynast vel.”

Þá segir Sævar Sævarsson, aðstoðar framkvæmdastjóri Blue Car Rental, að mikil ánægja sé innan herbúða fyrirtækisins með það að hafa verið valin til að taka þátt í þessu tilraunaverkefni. “Undanfarin ár höfum við verið að auka hlutfall nýorkubíla í flota Blue Car Rental jafnt og þétt sem einn af liðum í umhverfisstefnu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að aðlaga starfshætti og rekstur að ábyrgri afstöðu til umhverfismála. Til marks um það undirritaði Blue Car Rental samning við Kolvið í nóvember 2019 en samkvæmt honum geta viðskiptavinir, hvort sem um skammtíma- eða langtímaleigu er að ræða, valið að kolefnisjafna akstur sinn á bílum leigðum hjá fyrirtækinu. Þá hefur Blue Car Rental hlotið umhverfis- og gæðavottun Vakans auk þess sem unnið er hægt og bítandi í átt að umhverfisvænni leiðum þar sem hægt er.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -