Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

Göng til Eyja á borðinu: „Sviðsmynd­ir um mis­mun­andi út­færsl­ur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýlegur starfshópur skipaður af innviðaráðherra kannar möguleika á göngum til Vestamanneyja.

Sigurður Ingi Jóhannsson skipaði fyrir stuttu starfshóp um að kanna fýsileika þess að bora jarðgöng til Vestmannaeyja en eftir slíku hefur verið óskað í Vestmannaeyjum í áratugi. Starfshópurinn hefur þegar hafið störf og á að skila að skýrslu ekki seinna en 31. júlí 2024.

„Starfs­hóp­ur­inn hef­ur það hlut­verk að setja fram sviðsmynd­ir um mis­mun­andi út­færsl­ur og kosti og galla hverr­ar fyr­ir sig. Þá á starfs­hóp­ur­inn að leggja fram kostnaðarmetna áætl­un um þær rann­sókn­ir og grein­ing­ar sem fram­kvæma þarf, svo hægt verði að leggja end­an­legt mat á fýsi­leika jarðganga til Vest­manna­eyja. Starfs­hóp­ur­inn mun skila innviðaráðherra skýrslu um niður­stöður starfs­hóps­ins, val­kost­um, arðsem­is­mati og til­lög­um að næstu skref­um, byggt á fyr­ir­liggj­andi vís­inda­gögn­um og nýj­ustu upp­lýs­ing­um,“ sagði í tilkynningu um hlutverk hópsins.

Starfs­hóp­inn skipa:

  • Krist­ín Jóns­dótt­ir, formaður, án til­nefn­ing­ar,
  • Frey­steinn Sig­munds­son, án til­nefn­ing­ar,
  • Freyr Páls­son, til­nefnd­ur af Vega­gerðinni,
  • Ant­on Kári Hall­dórs­son, til­nefnd­ur af Rangárþingi Eystra,
  • Gylfi Sig­fús­son, til­nefnd­ur af Vest­manna­eyja­bæ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -