Miðvikudagur 29. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Gróðurhús Jarðarberjalands ónýtt: „Engin ber tínd fyrr en í fyrsta lagi í apríl á næsta ári“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gríðarlegt tjón varð hjá garðyrkjustöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Biskupstungum í aftakaveðrinu í fyrrakvöld. Gróðurhúsið er ónýtt og uppskera ársins einnig.

Ljósmynd: Sigurjón Sæland

Sunnlenska.is sagði frá þessu en þar kemur fram að stórt gróðurhús fyrirtækisins hafi gefið sig í illviðrinu um klukkan 21 í gærkvöldi. Ljóst er að tjónið er mjög mikið enda gróðurhúsið algjörlega ónýtt og öll uppskeran með.

Ljósmynd: Sigurjón Sæland

Í samtali við Mannlíf, sagði Hólmfríður Geirsdóttir, eigandi Jarðarberjalands, er ekki búið að meta tjónið í aurum talið. „Það er ekki búið að meta þetta þannig lagað í aurum talið en allt starfsfólkið missir vinnuna.“

Ljósmynd: Sigurjón Sæland

Hólmfríður ætlar ekki að gefast upp heldur byggja allt upp aftur. En hvenær mun starfsemin halda áfram? „Hér verða engin ber tínd fyrr en í fyrsta lagi í apríl á næsta ári, mundi ég segja.“

Mannlíf fékk góðfúslegt leyfi frá Sigurjóni Sæland, nágranna Hólmfríðar, til að birta ljósmyndirnar sem hann tók af tjóninu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -