Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Hafsteinn fór tvisvar sinnum holu í högg í sömu vikunni: „Þetta er bara fáránlegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hafsteinn Gunnarsson kylfingur í Gólfklúbbnum Leyni á Akranesi fór tvisvar sinnum holu í höggi í sömu vikunni, geri aðrir betur!

Undanfarið hefur kylfingnum Hafsteini Gunnarssyni í Gólfklúbbnum Leyni á Akranesi gengið einstaklega vel á golfvellinum. Skessuhorn fjallaði um þetta á dögunum en Hafsteinn fór tvisvar holu í höggi í sömu vikunni. Á mánudaginn í síðustu vikur fór hann holu í höggi á 18. holu í Garðavelli er hann tók „létta 8 á móti vindi, hátt boltaflug sem lenti um tvo metra frá holu og rúllaði svo bara í. Geggjað!“ eins og Hafsteinn lýsti þessu á Facebook. Fimmtudaginn í sömu viku skellti hann sér svo í golf í blíðskaparveðri á Garðavelli og gerði sér lítið fyrir og fór aftur holu í höggi. „Þetta er auðvitað ótrúlegt en ég fór aftur holu í höggi í dag! Núna var það á 8. holu á Garðavelli, 6 járn á móti örlitlum vindi. Þetta er ekki hægt,“ skrifaði Hafsteinn á Facebook.

Skessuhorn heyrði hljóðið í Hafsteini en hann var frekar hátt uppi og var ekki alveg að trúa þessu eins og það er orðað hjá miðlinum. „Þetta er bara fáránlegt, maður var bara að hugsa í bæði skiptin: Er þetta pottþétt í? en þetta er stórkostleg tilfinning. Maður trúði þessu ekki alveg þarna í seinna skiptið.“ Aldrei áður hafði Hafsteinn farið holu í höggi á ferlinum en hefur verið nálægt því tvisvar sinnum.

Aðspurður hvenær hann ætli að fara þriðju holuna í höggi svaraði hann hlæjandi: „Fyrsta sem ég ætla að gera er að kaupa mér lottómiða fyrir kvöldið og ætli maður taki ekki bara helgina í það að ná holu í höggi, það yrði eitthvað!“

Eftir þessa frábæru golfviku er Hafsteinn nú orðinn tvöfaldur félagsmaður í Einherjaklúbbnum en tveir félagsmenn í Leyni hafa fyrr í sumar komist í þennan eftirsótta félagsskap. Sá fyrri er Sveinbjörn Brandsson sem sló „draumahöggið“ eins og Skessuhorn orðar það, á þriðju braut um miðjan maí og sá seinni er Lárus Hjaltested sem var á 8. braut en áfanganum náði hann í byrjun júní. Líkurnar á að golfarar fari holu í höggi á Garðavelli í sumar eru því talsverðar, miðað við þennan árangur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -