Fimmtudagur 8. desember, 2022
-1.2 C
Reykjavik

Hannaði jólatré úr hreindýrshornum: „Ég hef sett ljós inn í það og þannig er það verulega fallegt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jólin nálgast óðfluga, eins og óð fluga myndu einhverjir eflaust segja enda sumir hreinlega að ganga af göflunum í tilhlökkun fyrir þessari fallegu ljósahátíð. Hin ýmsu jólatré hafa síðustu ár litið dagsins ljós í verslunum, stór og smá, rauð og hvít og svört og græn og úr allskyns efnivið enda þykir víst ekki flott að vera hefðbundinn, að minnsta kosti þykir það ekki öllum.

Sennilega má finna eitt frumlegasta jólatré norðan Alpafjalla á Breiðdalsvík en grenjaskyttan Jóhann Steindórsson hannaði glæsilegt tré úr hreindýrshornum. Reynir hann nú að selja tréið en hornunum hefur hann safnað í gegnum tíðina á refaveiðum á sumrin.

„Þetta hefur staðið í stofunni hjá mér undanfarin ár. Ég hef sett ljós inn í það og þannig er það verulega fallegt,“ segir Jóhann í samtalið við Austurfrétt. Er tréið yfir tveir metrar á hæð og um 300 kíló á þyngd.

Segir Jóhann að öll hornin séu fellihorn sem þykja frábært smíðaefni en honum skilst að hægt sé að fá gott kílóverð fyrir þau.

„Ég hafði samt hugsað mér að reyna að selja tréið í heilu lagi til að byrja með, og þá helst til hótels eða fyrirtækis þar sem þetta er orðið svo stórt,“ segir Jóhann. „Ef það gengur ekki má athuga með að selja stök horn úr því.“

Hér má líta hið forláta tré:

Tréið er hið veglegasta
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -