Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

Heimsókn í Akureyrarkirkju -gluggi með merkilega sögu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ein þekktasta og jafnframt ein fallegasta kirkja landsins er Akureyrarkirkja; klárlega eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar. Kirkjan var vígð í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar, árið 1940. Það var enginn annar en Guðjón Samúelsson, þáverandi húsameistari ríkisins, sem hannaði þessa gullfallegu kirkju. Verk húsameistarans Guðjóns má finna víða á Ísland, en hönnun Akureyrarkirkju er eitt af bestu og mestu listaverkum sem eftir hann liggja, og er þá mikið sagt.

Gluggi með sérstaka sögu

Kirkjan stendur á áberandi góðum og fallegum útsýnisstað, og eitt er víst að útsýnið yfir fallega bæinn Akureyri og nágrenni er eitthvað sem allir kunna að meta.

Það er skemmtilegt að heimsækja kirkjuna – ekki bara vegna útsýnisins – því það eitt og sér að skoða bygginguna sjálfa að utan og innan er nánast eins og að fara á glæsilega listasýningu; þar sem falleg hönnun fer saman við frábæra staðsetningu, og þá er umhverfið í kringum kirkjuna afar fallegt og gleður og endurnærir líkama og sál.

Mynd fengin af vef Akureyrarkirkju.

Það má geta þess að í Akureyrarkirkju er meðal annars að finna mjög sérstakan glugga; lengi vel var talið að hann hefði upphaflega verið í dómkirkjunni í Coventry í Englandi. Seinni tíma rannsóknir hafa þó leitt í ljós að það sé líklegra að glugginn sérstaki sé úr kirkju í höfuðborg Englands – en það breytir litlu varðandi þennan glugga sem gaman er að skoða gaumgæfilega.

Einstök listaverk

- Auglýsing -

Og það hafa fleiri listamenn en Guðjón Samúelsson komið að því vel heppnaða listaverki sem Akureyrarkirkja óneitanlega er að utan og innan.

Til dæmis má sjá á svölum kirkjuskipsins lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson – sem var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar; var listamaður á heimsmælikvarða.

Þriðji listamaðurinn sem nefndur er hér í tengslum við Akureyrarkirkju er Bertel Thorvaldsen – sem var dansk-íslenskur myndhöggvari – en skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd hans.

- Auglýsing -
Mynd fengin af vef Akureyrarkirkju.

Það eru margar fallegar kirkjur á Íslandi öllu sem gaman er að skoða og það á svo sannarlega við um Akureyrarkirkju; kirkjan er ekki bara eitt af kennileitum Akureyrar og Íslands alls, heldur einfaldlega ein fallegasta, tignarlegasta og glæsilegasta kirkja landsins, og er í raun og veru eitt stórt listaverk sem svo sannarlega er þess virði að skoða, upplifa og njóta.

Akureyrarkirkja er opin sem hér segir: 2. júní – 28. Ágúst frá klukkan 10-16.
Þó skal bent á að kirkjan er nánast undantekningarlaust lokuð þegar athafnir fara fram í henni eins og skiljanlegt er; skal athygli vakin á því að kirkjan er lokuð þegar útfarir eða aðrar athafnir fara fram og er það að sjálfsögðu auglýst sérstaklega á kirkjudyrunum.

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu kirkjunnar akureyrarkirkja.is, Hægt er að hafa samband í síma 462-7700 eða á netfangið [email protected].

Og ekki má gleyma „Eyjakirkjunum“ svokölluðu; Grímseyjarkirkju og Hríseyjarkirkju, en allar þessar kirkjur eru svo sannarlega þess verðar að skoða í krók og kima ásamt stóra áðurnefnda bróður – Akureyrarkirkju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -