Laugardagur 22. janúar, 2022
1.8 C
Reykjavik

Hljómsveitin Ómíkron íhugar „come back“: „Mér leið allavegana eins og rokkstjörnu á þessu tímabili“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þegar fólk heyrir nafnið Ómíkron hugsar það varla um hljómsveit frá Eskifirði sem starfaði á fyrri hluta aldarinnar. En hún var nú samt til.

Hljómsveitin Ómíkron var stofnuð árið 2003 af Magnúsi Hafdal, þá 16 ára en hann fékk til liðs við sig þá Ástþór Tómasson, þá 15 ára en hann spilaði á bassa og hinn 12 ára Rögnvar Grétarsson sem trommaði. Sjálfur söng Magnús og lék á gítar. Bandið starfaði á árunum 2003 til 2006 en gaf hún út nokkur lög á ferlinum, þar á meðal Shut up og Darkness of Love.

En hvernig kom nafnið til, Ómíkron er frekar óvenjulegt nafn?

„Mér fannst nafnið Búdrígindi, eða hvernig það er skrifað, svo töff á þessum tíma og ég man eftir að hafa heyrt viðtal við þá um hvernig nafnið varð til. Hann sagðist hafa gluggað í sögubók í sögu tíma hjá sér, man ekkert hvaða bók það var hinsvegar, svo ég gerði það sama í sögutíma daginn eftir hjá mér og fann þetta nafn,“ sagði Magnús í samtali við Mannlíf.

Magnús Hafdal er trúbador í dag.
Ljósmynd: Marinó Flóvent

Segir Magnús þetta tímabil hafi verið frábært.

„Mér leið allavegana eins og rokkstjörnu á þessu tímabili.“

- Auglýsing -

Bandið kom fram á þó nokkrum giggum, þar á meðal á sjómannadeginum á Eskifirði og svo keppti Ómíkron í Músíktilraunum árið 2004.

En er ekki kjörið fyrir hljómsveitina að vera með endurkomu í ljósi „vinsælda“ Ómíkron afbrigðisins?

„Það er verið að ræða þann möguleika hjá okkur meðlimum en tveir af þremur búa enn á Eskifirði og vinna þar,“ sagði Magnús.

- Auglýsing -

Aðspurðu um það hvort meðlimir bandins hafi nokkuð nælt sér í Ómíkron afbrigði kórónaveirunnar var svarið einfalt. „Það hefur enginn fengið það afbrigði nei.“

Hér má svo hlusta á þessa goðsagnakenndu hljómsveit taka lag sitt, Shut up.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -